Umdeildar örmillifærslur aftur væntanlegar í Star Wars: Battlefront II Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 12:34 Svo virðist sem að andófið gegn örmillifærslum í Battlefront II hafi komið niður á afkomu EA. Vísir/AFP Tölvuleikjafyrirtækið EA treystir nú á að spilurum sé runnin reiðin yfir örmillifærslum sem voru teknar út úr leiknum rétt fyrir útgáfu hans í vetur. Eftir að hagnaður fyrirtækisins af leiknum reyndust undir væntingum stendur til að setja örmillifærslurnar umdeildu aftur í leikinn innan nokkurra mánaða. Gríðarleg reiði greip um sig í tölvuleikjasamfélaginu í byrjun vetrar vegna örmillifærslna (e. Microtransactions) í framhaldi Star Wars: Battlefront sem þá var væntanlegt. Til þess að fá aðgang að hetjum og fjendum eins og Loga geimgengli eða Svarthöfða þurftu spilarar annað hvort að spila leikinn tímunum saman eða greiða fyrir möguleikann á að fá þær með beinhörðum peningum í leiknum. Sóru margir tölvuleikjaáhugamenn þess dýran eið að sniðganga Battlefront II. Svo mikið var andófið að EA ákvað að taka örmillifærslur út úr leiknum rétt áður en hann kom út.Salan undir væntingum Nú greinir Wall Street Journal frá því að EA hafi selt um einni milljón færri eintök af leiknum en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Um níu milljónir eintaka hafi selst og það sé verulega færri en þær þrettán milljónir sem seldust af upphaflega leiknum sem kom út árið 2015. EA hafi skilað 186 milljón dollara tapi á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Tapið nam einni milljón á sama ársfjórðungi árið áður. Blake Jorgensen, fjármálastjóri EA, sagði WSJ að örmillifærslur komi aftur inn í Star Wars: Battlefront II á næstu mánuðum. Gamespot segir ekki ljóst hvort að breytingar verði gerðar á upprunalega fyrirkomulagi þeirra sem vakti svo hörð viðbrögð í vetur.Líkja fjárssjóðskistum við spilavíti fyrir börnMikil umræða hefur farið fram um örmillifærslur í tölvuleikjasamfélaginu undanfarin misseri. Fjöldi leikja býður upp á möguleikann að kaupa búnað fyrir peninga. Sá búnaður er þó oftast aðeins til skrauts og hefur ekki bein áhrif á styrkleika spilarans í leiknum. Í tifelli Star Wars: Battlefront II gefa hetjurnar spilurum mikið forskot á mótherja sína. Þannig geta spilarar bókstaflega greitt aukalega til að vinna í leiknum. Það þykja helgispjöll í samfélagi tölvuleikjaspilara. Gagnrýnin á örmillifærslur hefur einnig beinst að fyrirkomulagi þeirra. Þannig ætlaði EA ekki að selja spilurum beinan aðgang að hetjum og andhetjum leiksins. Þess í stað áttu leikmenn að geta keypt nokkurs konar fjárssjóðskistur (e. Loot boxes) með handahófskenndu innihaldi, þar á meðal hetjum. Sumir hafa sagt að með því fyrirkomulagi séu tölvuleikjafyrirtæki eins og EA hreinlega að reka spilavítisstarfsemi sem í mörgum tilfellum beinist að börnum. Tengdar fréttir Reiðin gagnvart peningaplokki EA dvínar ekki Starfsmenn fyrirtækisins reyndu að draga úr áhyggjum fólks á Reddit í dag. 15. nóvember 2017 20:42 Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00 Stjörnustríðshetjur verða ódýrari til að sefa reiði tölvuleikjaspilara 75% ódýrara verður að opna fyrir aðgang að hetjum eins og Loga geimgengli í Star Wars Battlefront II eftir mikið uppnám tölvuleikjaspilara yfir fyrirkomulaginu. 14. nóvember 2017 16:44 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið EA treystir nú á að spilurum sé runnin reiðin yfir örmillifærslum sem voru teknar út úr leiknum rétt fyrir útgáfu hans í vetur. Eftir að hagnaður fyrirtækisins af leiknum reyndust undir væntingum stendur til að setja örmillifærslurnar umdeildu aftur í leikinn innan nokkurra mánaða. Gríðarleg reiði greip um sig í tölvuleikjasamfélaginu í byrjun vetrar vegna örmillifærslna (e. Microtransactions) í framhaldi Star Wars: Battlefront sem þá var væntanlegt. Til þess að fá aðgang að hetjum og fjendum eins og Loga geimgengli eða Svarthöfða þurftu spilarar annað hvort að spila leikinn tímunum saman eða greiða fyrir möguleikann á að fá þær með beinhörðum peningum í leiknum. Sóru margir tölvuleikjaáhugamenn þess dýran eið að sniðganga Battlefront II. Svo mikið var andófið að EA ákvað að taka örmillifærslur út úr leiknum rétt áður en hann kom út.Salan undir væntingum Nú greinir Wall Street Journal frá því að EA hafi selt um einni milljón færri eintök af leiknum en áætlanir fyrirtækisins gerðu ráð fyrir. Um níu milljónir eintaka hafi selst og það sé verulega færri en þær þrettán milljónir sem seldust af upphaflega leiknum sem kom út árið 2015. EA hafi skilað 186 milljón dollara tapi á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Tapið nam einni milljón á sama ársfjórðungi árið áður. Blake Jorgensen, fjármálastjóri EA, sagði WSJ að örmillifærslur komi aftur inn í Star Wars: Battlefront II á næstu mánuðum. Gamespot segir ekki ljóst hvort að breytingar verði gerðar á upprunalega fyrirkomulagi þeirra sem vakti svo hörð viðbrögð í vetur.Líkja fjárssjóðskistum við spilavíti fyrir börnMikil umræða hefur farið fram um örmillifærslur í tölvuleikjasamfélaginu undanfarin misseri. Fjöldi leikja býður upp á möguleikann að kaupa búnað fyrir peninga. Sá búnaður er þó oftast aðeins til skrauts og hefur ekki bein áhrif á styrkleika spilarans í leiknum. Í tifelli Star Wars: Battlefront II gefa hetjurnar spilurum mikið forskot á mótherja sína. Þannig geta spilarar bókstaflega greitt aukalega til að vinna í leiknum. Það þykja helgispjöll í samfélagi tölvuleikjaspilara. Gagnrýnin á örmillifærslur hefur einnig beinst að fyrirkomulagi þeirra. Þannig ætlaði EA ekki að selja spilurum beinan aðgang að hetjum og andhetjum leiksins. Þess í stað áttu leikmenn að geta keypt nokkurs konar fjárssjóðskistur (e. Loot boxes) með handahófskenndu innihaldi, þar á meðal hetjum. Sumir hafa sagt að með því fyrirkomulagi séu tölvuleikjafyrirtæki eins og EA hreinlega að reka spilavítisstarfsemi sem í mörgum tilfellum beinist að börnum.
Tengdar fréttir Reiðin gagnvart peningaplokki EA dvínar ekki Starfsmenn fyrirtækisins reyndu að draga úr áhyggjum fólks á Reddit í dag. 15. nóvember 2017 20:42 Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00 Stjörnustríðshetjur verða ódýrari til að sefa reiði tölvuleikjaspilara 75% ódýrara verður að opna fyrir aðgang að hetjum eins og Loga geimgengli í Star Wars Battlefront II eftir mikið uppnám tölvuleikjaspilara yfir fyrirkomulaginu. 14. nóvember 2017 16:44 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Reiðin gagnvart peningaplokki EA dvínar ekki Starfsmenn fyrirtækisins reyndu að draga úr áhyggjum fólks á Reddit í dag. 15. nóvember 2017 20:42
Star Wars Battlefront 2: Peningaplokk byggt á góðum grunni Mér finnst eins og ég sé að sparka í liggjandi mann. Að stela sleikjó af barni og slá það svo utanundir. Það er þó þannig að bæði maðurinn og barnið í þessu tilfelli eiga það skilið. 21. nóvember 2017 11:00
Stjörnustríðshetjur verða ódýrari til að sefa reiði tölvuleikjaspilara 75% ódýrara verður að opna fyrir aðgang að hetjum eins og Loga geimgengli í Star Wars Battlefront II eftir mikið uppnám tölvuleikjaspilara yfir fyrirkomulaginu. 14. nóvember 2017 16:44