Tónlist

Íslenskur stúlknakór í nýju myndbandi Fleet Foxes

Myndbandið var tekið upp í Eldborgarsal Hörpu.
Myndbandið var tekið upp í Eldborgarsal Hörpu.

Íslenski stúlknakórinn Graduale Nobili er í aðalhlutverki í nýju myndbandi Fleet Foxes við titillag nýjustu breiðskífu sveitarinnar. Myndbandið var tekið upp í Hörpu.



Frá þessu er greint á Facebook-síðu stúlknakórsins sem vísar í frétt tónlistarvefsíðunar Consequence of Sound þar sem myndbandið er birt.



Myndbandið var tekið upp í EldborgarsalHörpu í nóvember á síðasti ári, rétt áður en sveitin hélt tónleika á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni.



Eilífur Örn Þrastarson leikstýrði myndbandinu sem tekið var upp í einni töku. Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.