Erlent

Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frans fundaði með fulltrúum um 400 frumbyggjahópa.
Frans fundaði með fulltrúum um 400 frumbyggjahópa. Vísir/AFP
Frans páfi segir að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins og að nauðsynlegt sé að rányrkja á svæðinu taki enda. Sagði hann jafnframt að ný tegund nýlendustefnu herji á þá hópa sem búa þar. The Guardian greinir frá.

Páfinn fundaði með fulltrúum um fjögur hundruð frumbyggjahópa í borginni Puerto Maldonado í Perú í gær. Þúsundir sóttu fundinn en á fundinum talaði hann fyrir því að vernda verði Amazon, réttindi þeirra sem þar búa og menningu. Þá sagði hann að nauðsynlegt væri að breyta því að Amazon væri uppspretta auðlinda fyrir önnur ríki.

Andrew E. Miller, talsmaður Amazon Watch, sagði að páfinn hafi ítrekað fyrri boðskap sinn í ræðunni og farið dýpra í málefnin. Andrew telur spurninguna hins vegar vera hvort Frans muni tala með sama hætti við ráðamenn í Perú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×