Telur sig þurfa að losna undan eignarhaldi í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 13:32 Eyþór er einn hluthafa í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Vísir/Eyþór Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Kaupsýslumaðurinn Eyþór Arnalds, sem sækist eftir oddvitasæti í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þeirrar skoðunar að hann eigi að stíga út úr öllum rekstri fjölmiðla nái hann kjöri í borginni. Þá bendir hann þeim sem eru áhugasamir um hagsmuni hans að lesa ítarlega umfjöllun Stundarinnar um málið. Eyþór var gestur þáttarins Sprengisands á Bylgjunni í dag, ásamt Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni og Guðlaugu Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði og ræddu þau meðal annars borgarlínuna umdeildu og #MeToo-átakið.Íhugar að kaupa þúsund eintök af StundinniÞá var Eyþór, sem er umsvifamikill kaupsýslumaður og stærsti einstaki hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, spurður út í mögulega hagsmunaárekstra verði hann kjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eyþór sagði ljóst að hann þyrfti að hverfa frá ákveðnum verkefnum. „Ég þarf að stíga úr verkefnum og þess vegna var svolítið stór ákvörðun fyrir mig að fara í þetta. Ef ég tapa á laugardaginn þá er ég frjáls en ef ég vinn þá þarf ég að gera greinarmun á þessu tvennu.“Sjá einnig: Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna meginGuðlaugu lá þá forvitni á að vita hvar hægt væri að finna yfirlit yfir hagsmunaskráningu Eyþórs. „Í Stundinni,“ svaraði Eyþór um hæl. „Stundin hringdi í mig og ég veit að margir Sjálfstæðismenn svara ekki Stundinni en ég ákvað að svara þeim og þetta er tveggja blaðsíðna viðtal sem er tekið og prentað nákvæmlega allt sem ég sagði. Svo fóru þeir yfir þessi 26 fyrirtæki og þetta er allt prentað í Stundinni. Ég var að spá í að kaupa þúsund eintök og hafa á kosningaskrifstofunni.“ Þá kvaðst Eyþór ánægður með að fá símtal frá Stundinni um þessi mál og að hann hefði sjálfur ekkert að fela.Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.Vísir/Anton BrinkEngar beinagrindur í skápnumEyþór var auk þess inntur eftir því hvort það væri ekki ljóst að hann þyrfti að selja hlut sinn í Morgunblaðinu en eins og áður sagði er Eyþór stærsti einstaki hluthafi í Árvakri. „Nú eru einhverjir á þingi sem eiga í fjölmiðlum, ég bendi á það,“ sagði Eyþór . „Ég ætla að fara úr öllu sem er „konflikt“, það er það sem ég segi. Nú er ég ekki orðinn frambjóðandi, hvað þá kjörinn fulltrúi. En ég er búinn að svara öllum, það eru engar beinagrindur í skápnum, þær eru bara á borðinu.“ Þá var Eyþór krafinn um afdráttarlaust svar við spurningunni, þ.e. hvort hann þyrfti ekki að losna undan eignarhaldi í fjölmiðli yrði hann borgarfulltrúi. Eyþór sagði svo vera. „Ég er þeirrar skoðunar að ég eigi að fara úr því. En eitt skref í einu, það er prófkjör fyrst. En ég er prinsippmaður.“ Leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram laugardagin 27. janúar næstkomandi og bítast þau Áslaug Friðriksdóttir, Eyþór Arnalds, Kjartan Magnússon, Viðar Guðjohnsen og Vilhjálmur Bjarnason um sætið. Viðtal Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi við Eyþór, Helgu Völu Helgadóttur og Guðlaugu Kristjánsdóttur má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12 Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45 Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Fimm vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni Framboðsslagur innan Sjálfstæðisflokksins fyrirliggjandi. 10. janúar 2018 16:12
Twitter-notendur svara Eyþóri með myllumerkinu #TómirVagnar: „Ég skora á hann að taka einhvern tímann strætó“ Greinin umdeilda birtist í Morgunblaðinu á mánudag og hafði Eyþór þar samgöngumál í Reykjavík til umfjöllunar. 18. janúar 2018 22:45
Góðan daginn, Viðar Guðjohnsen hérna megin Harðlínuhægrimaður vill leiða Sjálfstæðismenn í borginni. 11. janúar 2018 14:05