Viðskipti innlent

Örlög United Silicon ráðast í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst.
Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst. VÍSIR/ANTON BRINK
Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot.

Síðasti dagur greiðslustöðvunar fyrirtækisins er í dag, en hún hefur staðið síðan í ágúst.

Viðræður hafa staðið við lánadrottna um nauðasamninga, en vonir fyrirtækisins stóðu til að hægt yrði að hefja framleiðslu þegar búið væri að vinna hluta endurbóta, sem norskt ráðgjafafyrirtæki lagði til að gerðar yrðu.

Eftir að Umhverfisstofnun hafnaði því fyrir helgi, er ljóst að endurbæturnar í heild muni kosta um þrjá miljarða króna, og að gangsetningin muni dragast verulega á langinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×