Handbolti

Frakkar með tærnar í undanúrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nikola Karabatić er enn á sínum stað í franska liðinu
Nikola Karabatić er enn á sínum stað í franska liðinu vísir/epa
Frakkar unnu stóran sigur á Serbum í næst síðustu umferð milliriðils eitt á Evrópumótinu í handbolta sem stendur nú yfir í Króatíu.

Nokkuð jafnt var með liðunum til að byrja með, en þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum stigu Frakkar á bensíngjöfina og sigu fram úr Serbum. Staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja var 19-12 fyrir Frakkland.

Með sjö marka forystu eftir fyrri hálfleik var í raun aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði, leikurinn var unninn. Svo fór að Frakkar sigruðu með níu mörkum, 39-30.

Frakkar eru enn án taps á mótinu og eru efstir í milliriðlinum með 8 stig. Næstir koma Króatar með 6 stig og Svíar geta náð þeim með sigri á Hvíta-Rússlandi seinna í kvöld.

Frakkar eru þó ekki öruggir með sæti í undanúrslitum, því liðið mætir Króatíu í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×