Engir Benz dísilbílar í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2018 10:01 Þessi sjón verður æ óalgengari á Bandarískum vegum. Mercedes Benz hefur tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að bjóða fólksbíla sína í Bandaríkjunum með dísilvélar. Líklega var það ekki erfið ákvörðun fyrir Mercedes Benz þar sem aðeins innan við 3% að þeim bílum sem seljast þar hafa verið með dísilvélar. Dísilvélasvindl Volkswagen hafði mikil áhrif á ákvörðun Mercedes Benz og hafa dísilbílar almennt ekki átt uppá pallborðið í Bandaríkjunum síðan það uppgötvaðist. Var þó eftirspurnin eftir þeim áður lítil og mjög lítill hluti bíla í Bandaríkjunum er knúinn dísilvélum. Þar hefur almennt verið mikil andstaða við dísilknúna bíla og mjög margar bensínstöðvar þar vestra bjóða einfaldlega ekki dísilolíu og er hún auk þess dýrari en bensín. Mercedes Benz hefur allt frá dísilvélasvindli Volkswagen íhugað mjög hvort draga ætti alla sína bíla með dísilvélar af markaði í Bandaríkjunum og þrátt fyrir að nýjustu gerðir dísilbíla frá Benz séu nógu „hreinar” til að standast kröfur í Bandaríkjunum þá telur Benz samt ekki taka því að reyna að tefla þeim fram, eftirspurnin eftir þeim sé það lítil. Þó svo engir fólksbílar, með jepplingum og jeppum meðtöldum, verði í sölu frá Benz í Bandaríkjunum, mun Benz áfram tefla fram Sprinter, sendi- og fólksflutningabíl sínum, með dísilvél. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Mercedes Benz hefur tekið þá ákvörðun að hætta alfarið að bjóða fólksbíla sína í Bandaríkjunum með dísilvélar. Líklega var það ekki erfið ákvörðun fyrir Mercedes Benz þar sem aðeins innan við 3% að þeim bílum sem seljast þar hafa verið með dísilvélar. Dísilvélasvindl Volkswagen hafði mikil áhrif á ákvörðun Mercedes Benz og hafa dísilbílar almennt ekki átt uppá pallborðið í Bandaríkjunum síðan það uppgötvaðist. Var þó eftirspurnin eftir þeim áður lítil og mjög lítill hluti bíla í Bandaríkjunum er knúinn dísilvélum. Þar hefur almennt verið mikil andstaða við dísilknúna bíla og mjög margar bensínstöðvar þar vestra bjóða einfaldlega ekki dísilolíu og er hún auk þess dýrari en bensín. Mercedes Benz hefur allt frá dísilvélasvindli Volkswagen íhugað mjög hvort draga ætti alla sína bíla með dísilvélar af markaði í Bandaríkjunum og þrátt fyrir að nýjustu gerðir dísilbíla frá Benz séu nógu „hreinar” til að standast kröfur í Bandaríkjunum þá telur Benz samt ekki taka því að reyna að tefla þeim fram, eftirspurnin eftir þeim sé það lítil. Þó svo engir fólksbílar, með jepplingum og jeppum meðtöldum, verði í sölu frá Benz í Bandaríkjunum, mun Benz áfram tefla fram Sprinter, sendi- og fólksflutningabíl sínum, með dísilvél.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent