Viðskipti innlent

Lilja ráðin til Gaman Ferða

Atli Ísleifsson skrifar
Lilja Hilmarsdóttir.
Lilja Hilmarsdóttir. Gaman Ferðir
Lilja Hilmarsdóttir hefur verið ráðin til ferðaskrifstofunnar Gaman Ferða þar sem hún mun gegna starfi verkefnastjóra í hópadeild.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Lilja hafi um árabil starfað sem fararstjóri víða um lönd. „Auk þess að sérhæfa sig einkum í þýskumælandi löndum hefur hún meðal annars starfað á Kúbu, í Indlandi, Malasíu og Taílandi.

Hjá Gaman Ferðum mun hún sjá um að skipuleggja ferðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum, ýmist með eða án fararstjóra.

Síðustu ár hefur Lilja starfað hjá WOW Travel en hún er mikill reynslubolti en hún vann á sínum tíma hjá Samvinnuferðum Landsýn og Express Ferðum meðal annars,“ segir í tilkynningunni.

Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir var stofnuð árið 2012 og starfa nú fimmtán manns hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×