Yfir 200 erlendir gestir í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 19:45 Davíð Bjarni Björnsson og Kristofer Darri Finnsson keppa á Reykjavíkurleikunum. Mynd/BSÍ/Sportmyndir.is Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Badmintonkeppni WOW Reykjavik International Games hefst á fimmtudaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. Til keppni eru skráðir 172 erlendir þátttakendur en þeir voru 88 í fyrra og því um að ræða næstum tvöföldun í fjölda á milli ára. Átján erlendir dómarar koma einnig til landsins auk þjálfara og annars fylgdarliðs sem gerir heildarfjölda erlendra gesta í badminton vel yfir 200 manns frá 36 löndum. Landsliðsþjálfarar Íslands völdu 36 íslenska þátttakendur í mótið sem er stærsta landsliðsverkefni Badmintonsambandsins ár hvert. Badmintonmótið um næstu helgi er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Verðlaunafé mótsins er tíu þúsund dollarar eða yfir milljón í íslenskum krónum. Einnig verður keppt í badminton á seinni helgi leikanna en þá verður keppt í unglingaflokkum og þá er von á stórum hópi keppenda frá Færeyjum. Í einliðaleik kvenna eru fimm keppendur á topp 100 á heimslistanum. Efst og líklegust til sigurs er Kate Koo Fune frá Mauritius en hún er númer 73 í heiminum. Næst efst er Clara Azurmendi frá Spáni sem er númer 79 á heimslistanum. Eini Íslendingurinn sem kemst beint inní aðal mótið sem hefst á föstudag er Margrét Jóhannsdóttir en hún komst í undanúrslit á mótinu í fyrra. Hinar íslensku stelpurnar byrja í undankeppni mótsins á fimmtudag þar sem 24 stúlkur keppa um átta laus sæti í aðal mótinu. Rosario Maddaloni frá Ítalíu er talin líklegastur til sigurs í einliðaleik karla en hann vermir 65. sætið á heimslista alþjóða badmintonsambandsins. Sam Parsson frá Englandi sem er númer 83 á sama lista er einnig talinn líklegur til afreka. Allir íslensku keppendurnir byrja í undankeppninni á fimmtudag en þar keppa 65 leikmenn um 8 laus sæti í aðal mótinu. Keppendur í tvíliða- og tvenndarleik eru einnig hátt skrifaðir á heimslistanum. Í tvíliðaleik karla koma tvö mjög sterk pör frá Skotlandi, Alexander Dunn og Adam Hall númer 52 og rétt á eftir þeim eða í sæti 63 eru Martin Campbell og Patrick Machugh. Í tvíliðaleik kvenna eru 2 pör á topp 100, skoska parið Julie Macpherson og Eleanor O’Donnell númer 66 í heiminum og frá Indlandi Kuhoo Garg og Ningshi Block Hazarika sem eru númer 96 á heimslistanum. Hæst skrifaða parið í tvenndarleik eru þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen frá Danmörku en þau eru í 90. sæti heimslistans. Keppni í badminton hefst klukkan 9:00 á fimmtudagsmorgun og stendur til klukkan 17. Á föstudag verður spilað klukkan 9:00-22:30. Á laugardaginn verða áttaliða úrslit leikin klukkan 10:00-13:30 og undanúrslit klukkan 17:00-21:00. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag klukkan 10:00-13:00. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira