Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Sveinn Arnarsson skrifar 24. janúar 2018 05:00 Landlæknisembættið rannsakar hvort banamein konunnar megi tengja við magaermaraðgerð sem konan fór í í febrúarmánuði árið 2017. vísir/anton brink Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Kona á fertugsaldri lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas. Andlát konunnar er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis eftir að Landspítalinn tilkynnti andlátið. Eigandi Gravitas segist ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar. Konan fór í svokallaða magaermaraðgerð í lok febrúar í fyrra. Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir konuna hafa fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann svaraði því ekki hvers eðlis hliðarverkunin væri eða hversu algeng.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins. „Um miðjan nóvember tók þetta sig upp og hún var lögð inn á Landspítala til meðferðar þar. Ekki var leitað til okkar um ráð eða aðstoð. Við höfum engar upplýsingar um meðferðina á Landspítala.“ Einstaklingar sem ákveða að undirgangast aðgerðir af þessu tagi greiða fyrirtækinu beint. Magabandsaðgerð, sem Gravitas býður líka upp á, kostar rétt liðlega eina milljón króna. Magaermaraðgerð, eins og sú sem konan fór í, kostar hálfa aðra milljón króna. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75 til 80 prósent. Maginn verður eins og ermi eða banani í laginu. Fyrirtækið Gravitas framkvæmir aðgerðirnar. Gerðar voru um 330 magabands- og magaermaraðgerðir árið 2016 og svipaður fjöldi í fyrra. Forsvarsmenn Landspítalans gátu ekki tjáð sig um einstök mál þegar eftir því var leitað. Hins vegar væri það verkefni spítalans að sinna öllu því veika fólki sem inn til hans kæmi, hvaðan sem orsök meina þeirra væri komin. Óvænt atvik í heilbrigðisþjónustu skal tafarlaust tilkynnt til landlæknisembættisins sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu í landinu. Enn fremur segir í lögum að landlæknir skuli rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja að slíkt eigi sér ekki aftur stað. Veita skal landlækni þær upplýsingar og gögn sem hann telur nauðsynleg við rannsókn málsins. Þær upplýsingar fengust frá Embætti landlæknis að Landspítalinn hefði tilkynnt andlát konunnar til embættisins og er það nú í rannsókn. Að öðru leyti getur embættið ekki veitt upplýsingar um einstök mál.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira