Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 23:01 Lögmenn Trump eru sagðir vilja koma því þannig fyrir að forsetinn þurfi aðeins að svara hluta spurninga Mueller (t.h.) í persónu. Vísir/Getty Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ætlar að reyna að ræða við Donald Trump forseta á næstu vikum um ákvarðanir hans um að reka forstjóra alríkislögreglunnar FBI og þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá þessu í kvöld. Blaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn Mueller hafi gefið það til kynna við starfsmenn Hvíta hússins að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á brottrekstrum James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, og Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump og hvernig þeir komu til. Einnig eru rannsakendurnir sagðir áhugasamir um stormasamt samband Trump við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, sem hann hefur ítrekað gagnrýnt opinberlega. Rannsakendurnir vilji komast að því hvort að einhvers konar mynstur hafi verið í hegðun forsetans. Allt þetta þykir benda til þess að Mueller og starfsmenn hans beini nú sjónum sínum sérstaklega að því hvort að Trump eða bandamenn hans hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar eða draga úr henni tennurnar á annan hátt.Trump lýsti meðal annars við Comey þeirri ósk sinni að hann gæti látið rannsóknina á Michael Flynn niður falla í fyrra.Vísir/AFPÓttast um Trump ef hann þarf að mæta MuellerLögmenn Trump eru sagðir hafa lagt drög að tilboði til Mueller um að Trump svari sumum spurningum beint í viðtali en leggi fram skrifleg svör við öðrum. Washington Post segir að sumir vinir og ráðgjafar Trump óttist afleiðingarnar ef hann þarf að ræða beint við Mueller og rannsakendur hans, meðal annars vegna þess hversu ónákvæmur forsetinn er í orðavali og hversu gjarn hann er að ýkja. Fyrr í dag greindi New York Times frá því að starfsmenn Mueller hefðu rætt ítarlega við Comey í fyrra og við Sessions í síðustu viku. Trump rak Comey í maí og sagði síðan að ástæðan hefði verið rannsókn FBI á meintu samráði framboðs hans við Rússa. Í kjölfarið var Mueller falið að taka við rannsókninni fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins. Flynn var rekinn eftir innan við mánuði í starfi þjóðaröryggisráðgjafa eftir að á daginn kom að hann hafði logið að Mike Pence, varaforseta, um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Pence var ekki sá eini sem Flynn laug að. Hann játaði að hafa logið að FBI um samskiptin í desember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45