Taconic Capital bætti við sig í Glitni HoldCo Kristinn Ingi Jónsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Daglegum rekstri Glitnis HoldCo lýkur um mánaðamótin. Vísir/Heiða Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tíu prósenta hlut í Arion banka, og vogunarsjóður í eigu auðjöfursins George Soros bættu umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Eignarhlutur sjóðsins TCA Opportunity Investments, sem er í stýringu Taconic Capital, fór úr 13,4 prósentum í 17,7 prósent í fyrra og er sjóðurinn áfram stærsti hluthafi – og þar með skuldabréfaeigandi – Glitnis. Annar sjóður í stýringu Taconic er jafnframt tíundi stærsti hluthafi félagsins með 2,3 prósenta hlut, samkvæmt ársreikningi Glitnis fyrir síðasta ár. Útibú Deutsche Bank í Lundúnum er skráð sem næststærsti hluthafi Glitnis með 17,5 prósenta hlut. Bankinn er þó ekki raunverulegur eigandi hlutarins heldur fer aðeins með vörslu hans fyrir alþjóðlega sjóði. Félag á vegum Quantum Partners, vogunarsjóðs George Soros, er þriðji stærsti hluthafinn en félagið fór með 14,1 prósents hlut í lok síðasta árs borið saman við 5,6 prósent í árslok 2016. Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Glitnir greiddi í fyrra 174,5 milljónir evra til hluthafa en greiðslurnar nema samtals 1.329 milljónum evra á síðustu tveimur árum. Hefur félagið þannig selt nánast allar sínar eignir, en um síðustu áramót voru einungis 1,8 milljónir evra eftir af óseldum eignum. Af þeim sökum verður daglegum rekstri Glitnis hætt um mánaðamótin. Hefur verið samið um starfslok við alla starfsmenn en samkomulagið felur í sér að þeir verði félaginu innan handar næstu sex mánuði gerist þess þörf. Þá eignaðist stórbankinn Morgan Stanley 8,2 prósenta hlut í Glitni í fyrra og varð þannig fjórði stærsti hluthafi félagsins. Breski bankinn Barclays fer með 8,1 prósents hlut og Burlington Loan Management, sem er írskt skúffufélag í eigu bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner, með 6,4 prósenta hlut. Síðastnefndi sjóðurinn er jafnframt stærsti eigandi Klakka, sem heldur utan um 100 prósenta hlut í eignaleigufyrirtækinu Glitni, og þá var hann sem kunnugt er einn stærsti kröfuhafi föllnu viðskiptabankanna.200 milljónir til stjórnarmanna og forstjóra Fram kemur í ársreikningi Glitnis HoldCo að laun og þóknanir til stjórnarmanna og forstjórans Ingólfs Haukssonar hafi verið samtals 1,6 milljónir evra, sem jafngildir um 201 milljón króna, á síðasta ári. Til samanburðar var fjárhæðin 1,9 milljónir evra árið 2016. Aðalfundur Glitnis fer fram 30. janúar en samkvæmt tillögum sem hafa verið lagðar fyrir fundinn er lagt til að þóknun almennra stjórnarmanna, Danans Steen Parsholt og Norðmannsins Tom Grøndahl, verði 20 þúsund evrur á þessu ári og að stjórnarformaðurinn, Bretinn Mike Wheeler, fái 30 þúsund evrur. Auk þess er lagt til að stjórnarmennirnir fái sérstaklega greitt þurfi þeir að starfa í meira en fimm vinnudaga á árinu fyrir Glitni. Yrði þá þóknunin 5 þúsund evrur á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira