Leiðsögn og sálgæsla Frosti Logason skrifar 25. janúar 2018 07:00 Ég ræddi á dögunum við föður ungs manns sem fyrirfór sér á síðasta ári. Hann sagði ekkert sárara en horfa á eftir afkvæmi sínu í dauðann af þessum sökum. Sér í lagi vegna þess að þetta væri svo mikill óþarfi. Dauðsföll vegna slysa eru eitthvað sem alltaf getur gerst, slys eru slys. En sjálfsvígin mætti koma í veg fyrir. Ef rýnt er í tölur frá árunum 1996 til 2017 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna á Íslandi. 90 prósent þeirra sem sviptu sig lífi á árinu 2016 voru karlmenn. Helmingi fleiri féllu fyrir eigin hendi í fyrra heldur en í umferðinni. Þessar tölur hrópa á aðgerðir. Faðirinn sem ég ræddi við hefur talað fyrir því að við rannsökum betur sjálfsvígin og aðdraganda þeirra. Við rekum nú þegar rannsóknarnefnd flugslysa. Við rannsökum sjóslys og umferðarslys. En til þessa höfum við litið á sjálfsvíg sem eitthvað sem ekki þarfnast frekari skoðunar. Þar erum við bersýnilega á miklum villigötum og þessu þurfum við að breyta. Lífið er á köflum harmleikur þar sem við lendum öll í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Við erum hins vegar misvel undir þau búin. Ungir karlmenn eru oft á tíðum of afskiptir í okkar samfélagi. Margir fara þannig á mis við sumt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Að fá að vera besta útgáfan af sjálfum sér og axla ábyrgð eru forréttindi sem ekki eru öllum gefin. Okkur skortir leiðsögn og sálgæslu. Hér höfum við sem samfélag nægt rými til að bæta okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Frosti Logason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Ég ræddi á dögunum við föður ungs manns sem fyrirfór sér á síðasta ári. Hann sagði ekkert sárara en horfa á eftir afkvæmi sínu í dauðann af þessum sökum. Sér í lagi vegna þess að þetta væri svo mikill óþarfi. Dauðsföll vegna slysa eru eitthvað sem alltaf getur gerst, slys eru slys. En sjálfsvígin mætti koma í veg fyrir. Ef rýnt er í tölur frá árunum 1996 til 2017 má sjá að dánartíðni vegna sjálfsvíga hefur alla jafna verið umtalsvert hærri meðal karla en kvenna á Íslandi. 90 prósent þeirra sem sviptu sig lífi á árinu 2016 voru karlmenn. Helmingi fleiri féllu fyrir eigin hendi í fyrra heldur en í umferðinni. Þessar tölur hrópa á aðgerðir. Faðirinn sem ég ræddi við hefur talað fyrir því að við rannsökum betur sjálfsvígin og aðdraganda þeirra. Við rekum nú þegar rannsóknarnefnd flugslysa. Við rannsökum sjóslys og umferðarslys. En til þessa höfum við litið á sjálfsvíg sem eitthvað sem ekki þarfnast frekari skoðunar. Þar erum við bersýnilega á miklum villigötum og þessu þurfum við að breyta. Lífið er á köflum harmleikur þar sem við lendum öll í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Við erum hins vegar misvel undir þau búin. Ungir karlmenn eru oft á tíðum of afskiptir í okkar samfélagi. Margir fara þannig á mis við sumt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Að fá að vera besta útgáfan af sjálfum sér og axla ábyrgð eru forréttindi sem ekki eru öllum gefin. Okkur skortir leiðsögn og sálgæslu. Hér höfum við sem samfélag nægt rými til að bæta okkur.