Frakkar sendu Svía í undanúrslit │ Spánverjar sigruðu Þýskaland Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. janúar 2018 21:37 Spánverjar fagna sigri sínum í kvöld vísir/epa Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins. EM 2018 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Spánverjar tryggðu sér seinna undanúrslitasætið úr milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta með góðum sigri á Þjóðverjum í lokaleik riðilsins. Danir voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum fyrir leikinn, en Spánverjar og Þjóðverjar tókust á um síðara lausa sætið í undanúrslitunum. Leikurinn byrjaði vel fyrir Þjóðverja sem voru skrefi á undan fyrsta korterið, en aldrei varð forystan þó meiri en eitt mark. Spánverjar komust yfir eftir 14 mínútur og náðu því yfirhöndinni, en áfram var leikurinn mjög jafn. Það var ekki fyrr en fimm mínútur lifðu af hálfleiknum sem Spánverjar komust í tveggja marka forystu í fyrsta skipti. Staðan í leikhléi var 13-14 fyrir Spán. Hálfleiksræðan hefur kveikt í spænska liðinu því það var miklu sterkari aðilinn í byrjun seinni hálfleiks. Eftir að staðan var 15-15 eftir 33 mínútur skoruðu Spánverjar næstu átta mörk og komu stöðunni í 15-23. Þá kviknaði aftur í Þjóðverjum en það var í raun bara of seint í taumana gripið og Spánverjar fóru með fjögurra marka sigur, 27-31. Króötum dugði jafntefli gegn Frökkum til þess að tryggja sig áfram í undanúrslitin eftir að Noregur hafði betur gegn Svíum fyrr í dag. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að hafa forystu. Eftir um korters leik var jafnt með liðunum en þá settu Frakkar í annan gír og komu sér upp forystu sem Króatar náðu ekki að vinna til baka. Þegar gengið var til búningsherbergja voru Frakkar með sex marka forystu, 13-19. Leikurinn hékk í fjögurra til sex marka forystu Frakka framan af í seinni hálfleik en Króatar náðu að klóra í bakkann þegar um tíu mínútur lifðu af leiknum og náðu að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 27-30 fyrir Frakka. Liðin sem fara í undanúrslit á Evrópumótinu eru því Frakkland og Svíþjóð úr milliriðli eitt og Danmörk og Spánn úr milliriðli tvö. Frakkar og Spánverjar mætast annars vegar og hins vegar verður Norðurlandaslagur Svía og Dana. Króatía og Tékkland leika um fimmta sæti mótsins.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti