Heilsuhraustir eldri borgarar í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður var eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag með samningi sem gerður var við Landlæknisembættið í upphafi kjörtímabilsins. Í því felst að sveitarfélagið skuldbindur sig til að leggja áherslu á að heilsa og vellíðan íbúanna sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og lögð sé áhersla á heilsueflandi aðgerðir á öllum sviðum. Skólarnir hafa verið þar fremstir í flokki og nálgast viðfangsefnið með ýmsu móti. Í upphafi innleiðingar heilsustefnu Hafnarfjarðar hefur verið lögð áhersla á að efla og styrkja sjálfsmynd barna og unglinga í því skyni að stuðla að vellíðan þeirra. Aðgengi að fjölbreyttum möguleikum íbúa til útivistar, hreyfingar og íþróttaiðkunar er einnig í forgangi, m.a. með því að tryggja að göngu,-hlaupa,- og hjólaleiðir séu góðar, opnunartími sundlauga hefur verið aukinn, niðurgreiðslur til barna og eldri borgara til frístunda- og íþróttaþátttöku hækkað og lögð er áhersla á áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Að bæta lífsgæðin á eldri árumSérstök heilsuefling eldri borgara í bænum er nú að hefjast. Íbúum, 65 ára og eldri, býðst að taka þátt í nýju verkefni sem Hafnarfjarðarbær ýtir nú úr vör í samstarfi við Janus Guðlaugsson íþróttafræðing. Um er að ræða þol- og styrktarþjálfun þar sem hver og einn fær einstaklingsmiðaða æfingadagskrá sem gerð verður í kjölfar mælinga á þreki, styrk og líkamlegu ástandi viðkomandi. Auk æfinga verður þátttakendum boðið upp á fyrirlestra um hollt mataræði og lífsstíl. Markmiðið er að íbúar bæti heilsu sína og geti viðhaldið eða aukið lífsgæði sín á eldri árum. Það hefur m.a. áhrif á hve lengi fólk getur verið í eigin búsetu og sinnt athöfnum daglegs lífs þegar aldurinn færist yfir. Fyrst og fremst er þó markmiðið að hvetja eldri borgara til að hreyfa sig og huga að heilsueflandi þáttum í lífi sínu. Allt til að auka ánægju þeirra, hamingju og hreysti. Fyrst um sinn gefst 160 íbúum á aldrinum 65 ára og eldri tækifæri til að taka þátt í þessu spennandi verkefni. Frekari kynning og skráning fer fram í dag, fimmtudag, kl. 14 í Hraunseli við Flatahraun 3 og kl. 19:30 í Tækniskólanum við Flatahraun 12. Nú er um að gera að stíga skrefið; taka þátt og hafa þannig áhrif á eigin heilsu og líðan.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun