Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 23:25 Trump sagðist tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Áður spurði hann fréttamenn hins vegar hvort að Hillary Clinton hefði verið eiðsvarin þegar hún svaraði spurningum FBI um notkun sína á einkatölvupóstþjóni sumarið 2016. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir sig tilbúinn að til að ræða eiðsvarinn við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda á meintu samráði forsetaframboði hans við Rússa. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Mueller vilji ræða við forsetann á næstu vikum. „Ég hlakka til þess,“ sagði Trump þegar fréttamenn spurðu hann hvort hann myndi samþykkja að ræða við rannsakandann í Hvíta húsinu dag, að sögn New York Times. Trump sagðist einnig tilbúinn að svara spurningum eiðsvarinn. Hann vilji ræða við Mueller sem fyrst, að því er Washington Post hefur eftir forsetanum. Þá virtist Trump staðfesta að hann eigi að svara spurningum um hvort hann hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Washington Post segir hann hafa gefið í skyn að það væri til rannsóknar vegna þess að hann hafi „barist á móti”. „Barðist hann á móti? Þú barðist á móti, jæja, það er hindrun,“ sagði Trump við fréttamennina.Man ekki eftir að hafa spurt yfirmann FBI um atkvæði hans Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því í gær og í dag að æðstu yfirmenn dóms-, leyniþjónustu- og lögreglumála hafi gefið Mueller skýrslu síðustu vikur og mánuði. Er það talið til marks um að rannsókn Mueller beinist í auknum mæli að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Á meðal þeirra sem hafa rætt við rannsakendur Mueller er James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, sem Trump rak, að eigin sögn vegna Rússarannsóknarinnar. Sú ákvörðun varð til þess að Mueller var falið að stjórna rannsókninni.Bloomberg-fréttastofan segir að Trump hafi jafnframt borið því við í dag að hann myndi ekki eftir að hafa spurt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI, að því hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum þegar hann ræddi við hann í Hvíta húsinu skömmu eftir að Trump rak Comey. Washington Post hafði það eftir heimildarmönnum í gær.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01 Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Mueller vill ræða við Trump á næstu vikum Svo virðist sem að rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins beinist nú í auknum mæli að því hvort að Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar í fyrra. 23. janúar 2018 23:01
Rannsakandinn ræddi einnig við fyrrverandi forstjóra FBI Minnisblöð sem James Comey hélt um samskipti sín við Trump forseta eru sögð hafa verið helsta umræðuefnið þegar rannsakandur Roberts Mueller ræddu við hann klukkustundum saman í fyrra. 23. janúar 2018 19:43
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00