Drummond svaraði ekki bara á Twitter heldur líka inn á vellinum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 07:30 Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira
Enginn leikmaður NBA-deildarinnar hafði minni húmor fyrir því að vera ekki valinn í stjörnuleikinn í ár heldur en Andre Drummond, miðherji Detroit Pistons. Þessi frábæri leikmaður er að skora fjórtán stig og taka fimmtán fráköst að meðaltali í leik en var samt ekki valinn sem varamaður í austurdeildinni þegar að hóparnir voru tilkynntir í gærkvöldi. Drummond bjóst greinilega við því að vera valinn og þegar að það gerðist ekki fór hann beint á Twitter o gagnrýndi valið óbeint.Guess I gotta start doing back flips after every point I score to get attention around here! Lmao on to the next — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018Gotta be fuckin kidding me lol — Andre Drummond (@AndreDrummond) January 24, 2018 „Ætli ég verði ekki að fara handahlaup eftir hverja körfu til að fá einhverja athygli hérna. Ég er að grenja úr hlátri hérna. En, jæja, áfram gakk,“ skrifaði hann. Drummond til varnar var hann ekki bara að grenja á Twitter heldur svaraði hann fyrir sig inn á vellinum í nótt þegar að hann skoraði 30 stig og tók hvorki fleiri né færri en 24 fráköst, þar af 16 sóknarfráköst, á móti Utah í nótt. Því miður fyrir Detroit-liðið dugði það ekki til sigurs því Jazz vann með þremur stigum, 98-95, í framlengingu. Í jöfnu liði Utah var það Rudy Gobert sem skoraði mest eða fimmtán stig. Boston Celtics, topplið austurdeildarinnar, komst aftur á sigurbraut í nótt eftir fjóra tapleiki í röð en liðið vann LA Clippers á útivelli, 113-102. Kyrie Irving var stigahæstur gestanna með 20 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Jayson Tatum skoraði 18 stig.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 96-101 Detroit Pistons - Utah Jazz 95-98 Indiana Pacers 116-101 Philadelphia 76ers - Chicago Bulls 115-101 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 93-108 Dallas Mavericks - Houston Rockets 97-104 Memphis Grizzlies - San Antonio Spurs 85-108 Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 123-114 LA Clippers - Boston Celtics 102-113
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Sjá meira