Lífið

Mogginn birti mynd af Ed Sheeran í minningargrein um Íslending

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mannleg mistök eiga sér alltaf stað.
Mannleg mistök eiga sér alltaf stað.
Þau leiðinlegu mistök eru í Morgunblaðinu í dag að mynd af Ed Sheeran fylgir með minningargrein manns sem lést hér á landi á dögunum. 

Mynd af Sheeran má sjá við minningargrein Íslendings sem lést 19. desember á síðasta ári. Maðurinn fæddist árið 1935 en sjálfur er söngvarinn fæddur árið 1991.

Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims í dag og selst upp á alla hans tónleika, hvar sem hann kemur fram. Hann er sprelllifandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.