Lífið

Einbýlishús fyrrum forsætisráðherra á Laufásvegi til sölu á 190 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hús sem hefur marga möguleika.
Hús sem hefur marga möguleika.
Fasteignasalan Trausti er með glæsilegt einbýlishús við Laufásveg 79 á söluskrá en kaupverðið er 190 milljónir.

Húsið var byggt árið 1932 og er fasteignamatið 159 milljónir króna. Eignin er 372 fermetrar að stærð og stendur húsið á besta stað borgarinnar.

Húsið er teiknað í funkísstíl fyrir Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, og var það arkitektinn Ágúst Pálsson sem hannaði húsið. Hann teiknaði meðal annars Neskirkju og Gljúfrastein. Hermann var forsætisráðherra 1934–1942 og 1956–1958.

Eignin er á þremur hæðum til viðbótar er koníaksstofa, með útgent út á svalir og útsýni á þaki en það er ekki tekið með í fermetratölu eignarinnar.

Alls eru sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi í húsinu en hér að neðan má sjá myndir frá Laufásveginum. Innréttingar og gólfefni eru orðin töluvert gömul en eignin býður upp á marga möguleika.

Glæsilegt hús í miðbæ Reykjavíkur.
Björt og falleg borðstofa.
Húsið er á þremur hæðum og hér má sjá fallegt rými.
Eldhús sem er komið til ára sinna.
Koníaksstofa með rosalegu útsýni.
Útsýnið af svölunum við koníaksstofuna er frábært eins og sjá má.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.