Körfubolti

„Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista.

„Við dómarar þolum nánast allt, en ef ég tala fyrir sjálfan mig þá ef menn gera mér upp að ákvarðanir mínar séu byggðar á rasískri hugmyndafræði eða skoðunum, þá læt ég það ekki óátalið. Það var það sem gerðist þarna í gær,“ sagði Ísak í viðtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband

„Rasískar skoðanir eru vandi í íþróttum almennt. Við sem hreyfing erum eitt lið og við þurfum öll að leggja okkar að mörkum að uppræta svona skoðanir og ummæli,“ sagði Ísak.

Ísak sagði að hann hefði gefið stuðningsmanninum tvo valkosti, að fara efst upp í stúkuna og horfa á leikinn þaðan eða yfirgefa svæðið.

Hann sagði að hvað hafi verið sagt eða hvernig það var sagt ekki vera aðal málið, heldur það að hann hafi verið ásakaður um rasískar skoðanir.

ÍR vann leikinn 90-87 og trónir á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×