Innlent

Fjórtán í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík og er sá eini sem býður sig fram í fyrsta sæti. Það verður hins vegar barist um næstu sæti á listanum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík og er sá eini sem býður sig fram í fyrsta sæti. Það verður hins vegar barist um næstu sæti á listanum. Vísir/Ernir
Alls fjórtán manns gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara þann 26. maí. Flokksvalið fer fram 9. til 10. febrúar næstkomandi en framboðsfresturinn rann út í kvöld.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík og er sá eini sem býður sig fram í fyrsta sæti. Það verður hins vegar barist um næstu sæti á listanum þar sem tveir borgarfulltrúar gefa kost á sér í 2. sætið og þrír gefa kost á sér í 3. sætið.

Samkvæmt tilkynningu frá kjörstjórn gefa eftirfarandi kost á sér í eftirfarandi sæti:

Skúli Helgason, borgarfulltrúi, 3. sæti

Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendasæti, 7. til 9. sæti

Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur, 5. til 7. sæti

Aron Leví Beck, málari og byggingarfræðingur, 3. sæti

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, 1. sæti

Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi og leiðsögumaður, 4. sæti

Ellen Calmon, fyrrverandi formaður ÖBÍ, 5. sæti

Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila, fyrrverandi alþingismaður, 5. til 7. sæti

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi, 2. sæti

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, 3. sæti

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi, 2. sæti

Magnús Már Guðmundsson, formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar, 4. sæti

Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi, 3. til 4. sæti

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri, 4. til 6. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×