Kosið í Stjörnuliðin eins og á skólavellinum | Sjáðu hverja LeBron og Curry völdu Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. janúar 2018 08:30 Fyrirliðanir. vísir/getty Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira
Byrjunarlið og leikmannahópar stjörnuleiks NBA-deildarinnar eru orðin klár en val fyrirliðanna, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu, var þá opinberað með pomp og prakt. Valið var með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en fyrst voru þeir tveir leikmenn sem fengu flest atkvæði hjá NBA-áhugamönnum um allan heim gerðir að fyrirliðum. Það voru, og eru, LeBron James í austrinu og Stephen Curry í vestrinu. Liðunum er þó ekki skipt upp í austur og vestur heldur heita liðin bara Team LeBron og Team Curry. Þeir máttu svo kjósa í lið eins og á skólavellinum í gamla daga, hvort sem leikmenn spila í austur eða vesturdeildinni. Fyrst var gefinn út hópur af leikmönnum sem komu til greina í byrjunarliðin og svo síðar listi yfir varamenn en LeBron byrjaði að kjósa þar sem hann fékk flest atkvæði. Þrátt fyrir að gera þetta svona var ekki stemning fyrir því að sýna val LeBrons og Curry í beinni útsendingu.Team LeBron#TeamLeBron as drafted by @kingjames for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/WSs0438vLm — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 LeBron James byrjaði á því að velja Kevin Durant, en Durant greindi frá því sjálfur eftir sigur Golden State í nótt. LeBron var svo klókur að sýna að hann væri ekki í neinni fýlu út í Kyrie Irving og valdi hann í byrjunarliðið sitt. Pelíkanarnir stóru og sterku, DeMarcus Cousins og Anthony Davis eru svo inn í teig í gríðarlega sterku byrjunarliði Team LeBron en á bekknum eru svo leikmenn á borð við Kevin Love, Kristaps Porzingis og Russell Westbrook. Ekki amalegt.Team Curry#TeamStephen as drafted by @stephencurry30 for #NBAAllStar 2018! pic.twitter.com/2NN9MZUZRE — 2018 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 26, 2018 Stephen Curry er með þokkalegustu bakvarðasveit í sínu liði en mun lenda í vandræðum inn í teig með sitt byrjunarlið. Hann valdi bæði James Harden frá Houston Rockets og DeMar Derozan þannig hæðin er ekkert að fara með byrjunarlið Team Curry. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo er í byrjunarliðinu og 76ers-maðurinn Joel Embiid þarf svo að verja teiginn nánast einn síns liðs til að byrja með. Curry valdi tvo liðsfélaga sína úr Golden St ate, Draymond Green og Klay Thompson í sitt lið en þar eru einnig menn á borð við Jimmy Butler og Damian Lillard.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ Sjá meira