Handbolti

Henrik Toft Hansen um leik Dana og Svía í kvöld: Þetta verður stríð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dönsku bræðurnir Rene Toft Hansen og Henrik Toft Hansen taka vel á móti mönnum.
Dönsku bræðurnir Rene Toft Hansen og Henrik Toft Hansen taka vel á móti mönnum. Vísir/Getty
Svíþjóð og Danmörk mætast í kvöld í fyrsta sinn í sögunni í undanúrslitum á stórmóti í handbolta en þarna mætast lið þar sem annað þeirra er þjálfað af Íslendingi og hitt var þjálfað af Íslendingi.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu hafa náð lengra en margir bjuggust við og þeir hafa verið duglegir að setja pressuna á Ólympíumeisrara Dana.

Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í Ríó 2016 en hætti svo með liðið eftir HM í fyrra. Kristján stýrði Svíum í fyrsta sinn á stórmóti á HM í fyrra og er þegar búinn að ná sínum besta árangri með liðið á stórmóti.

Danski landsliðsmaðurinn Henrik Toft Hansen er svolítið á milli steins og sleggju því hann er giftur sænsku landsliðskonunni Ulrika Toft Hansen.

„Það er mjög sérstakt að mæta Svíum. Andrúmsloftið er gott. Svíar eru líka mjög ánægðir með að vera komnir alla leið í undanúrslitin. Þegar það verður flautað af þá verður hinsvegar hvorugt liðið ánægt með að hafa bara komist þangað. Þetta verður stríð. Það vitum við,“ sagði Henrik Toft Hansen við Aftonbladet í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×