Björn Teitsson vill 3. sæti á lista VG í borginni Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2018 09:09 Björn hefur verið formaður Félags um bíllausan lífsstíl. Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Flugvöllurinn á að fara úr Vatnsmýri og banna ætti bílaumferð um Laugaveg. Þetta er á meðal stefnumála Björns Teitssonar, formanns Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem gefur kost á sér í 3. sæti í forvali Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Björn leggur áherslu á skipulagsmál í tilkynningu um framboð sitt en hann hefur verið áberandi í umræðum um þau undanfarin ár. Segir hann aðalskipulag Reykjavíkur til 2030 mikilvægasta skjal borgarstjórnar frá upphafi. Það sé fyrsta aðalskipulagið þar sem fólk en ekki bílar er sett í fyrsta sæti. „Vöxtur borgarlífs um alla Evrópu og um allan heim, byggist einmitt á þeirri hugmyndafræði, að fólk þurfi að vera í fyrirrúmi. Með því að þétta byggð, stytta vegalengdir og bæta möguleika fólks til að ferðast á hjóli, í almenningssamgöngum eða gangandi, bætum við lífsgæði á markvissan hátt. Munum, að þótt fólk sé sett í fyrsta sæti, þá tekur það ekki neitt frá því fólki sem vill, eða þarf, að nota einkabíl. Bíllaus lífsstíll er einmitt mjög „bílvænn“ lífsstíll, og skapar meira pláss á götum borgarinnar fyrir það fólk sem kýs, eða þarf nauðsynlega, að nota bíl,“ segir í tilkynningu Björns. Tekur hann jafnframt sérstaklega fram að hann vilji flugvöllinn burt úr Vatnsmýri, loka fyrir bílaumferð á Laugavegi neðan Barónsstígs og styðji Borgarlínu.Fyrrverandi spurningahöfundur í Gettu beturBjörn er 36 ára Reykvíkingur og er með nokkrar háskólagráður, í sagnfræði, þýsku, frönsku og alþjóðasamskiptum. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari, blaðamaður og fréttamaður, spurningahöfundur fyrir Gettu betur og sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Þá hefur Björn tekið þátt í Hægri breytilegri átt, þverfaglegu verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, Hönnunarmiðstöðvar, Samtaka iðnaðarins og fleiri samstarfsaðila um nýja möguleika í búsetu í borgarumhverfi Reykjavíkur. Starfaði hann einnig sem textasmiður og ráðgjafi fyrir Trípólí arkitekta í ýmsum verkefnum fyrir sveitarfélög og einkaaðila. Frá sumrinu 2016 hefur hann verið formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, sem eru þverpólitísk samtök sem vinna að því að berjast fyrir, og auka vitund almennings, um fjölbreytta samgöngumáta
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira