Sport

Ótrúleg tilþrif í badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna │Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Joshi og Parsons léku til úrslita í einliðaleik karla
Joshi og Parsons léku til úrslita í einliðaleik karla mynd/íbr
Englendingurinn Sam Parsons sigraði einliðaleik karla í badminton á Reykjavíkurleikunum í dag. Honum verður þó líklegast minnst fyrir frábær tilþrif sín í úrslitaviðureigninni, frekar heldur en að hafa staðið uppi sem sigurvegari.

Í miðju rallýi ákvað Parsons að snúa sér við, setja spaðann milli fóta sér um leið og hann hoppaði upp í loftið og slá boltann yfir netið í gegnum klofið.









Þessi frábæru tilþrif tryggðu Parsons þó ekki stig, en hann vann viðureignina við Indverjann Bodhit Joshi þó nokkuð örugglega 2-0.

Önnur úrslit frá badmintonkeppni leikanna eru þau að Rohan Kapoor og Kuhoo Garg frá Indlandi unnu keppni í tvenndarleik, landi þeirra Saili Rane vann einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Julie Macpherson og Eleanor O'Donnell frá Skotlandi og landar þeirra, Alexander Dunn og Adam Hall, unnu tvíliðaleik karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×