Körfubolti

Annar Bandaríkjamaður til Keflavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jones spilaði í Las Vegas í háskólaboltanum
Jones spilaði í Las Vegas í háskólaboltanum vísir/getty
Keflavík hefur fengið til sín Bandaríkjamanninn Christian Jones á reynslu með möguleika á því að spila með liðinu út tímabilið í Domino's deild karla.

Fyrir er miðherjinn Dominique Elliott hjá félaginu, en gert er ráð fyrir að þeir muni báðir verða hjá félaginu. Karfan.is greinir frá.

Jones er 24 ára framherji. Hann spilaði með St. Johns í New York í bandaríska háskólaboltanum í þrjú ár og fór síðasta árið í UNLV. Frá því hann útskrifaðist árið 2017 hefur hann verið á mála hjá þýska félaginu Oldenburg.

Leikmaðurinn kemur til landsins á morgun og er vonast eftir því að hann komi við sögu í leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshöfn þann 2. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×