Árlegur djúskúr Nova hefur reynst starfsmönnum erfiður Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 13:45 Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, var á djúskúrnum í fyrra en tekur grænmetismánuð í ár. Vísir Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Starfsmenn fjarskiptafyrirtækisins Nova eru nú á lokadegi djúskúrs sem hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þegar einhver fer á djúskúr drekkur hann aðeins safa yfir daginn og neytir því ekki fastrar fæðu.Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason greindi í gær frá samskiptum sínum við tvo unga starfsmenn Nova sem hann hafði ekki fengið neina úrlausn hjá á sínum málum.Á leið sinni út úr þjónustuverinu vatt sér upp að honum hressileg stúlka sem bauðst til aðstoða Hallgrím og fékk hann líka þessa fínustu þjónustu. Hallgrímur segist hafa spurt stúlkuna hvernig stæði á því að þessir piltar hefðu ekki getað aðstoðað hann. Stúlkan greindi Hallgrími frá því að þeir væru á djúskúr fyrirtækisins og næðu vart að hugsa heila hugsun fyrir svengd.Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018 Hallgrímur greindi frá málinu á Twitter en Nova brást við því með því að senda skáldinu djúskúrinn heim að dyrum í gær en pakkanum fylgdi sú skipun að Hallgrímur mætti alls ekki fóðra sendilinn.Rithöfundurinn greindi frá því í dag að hann hefði byrjað á kúrnum í gær og litist nokkuð vel á hann. Segist hann ætla að vera á kúrnum í þrjá daga og að hann finndi strax mun á sér og grínaðist með að honum litist hreinlega vel á Eyþór Arnalds sem oddvita á lista Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.Ath: Fékk sjálfan safakúrinn sendan heim í gær frá Nova (!) og er byrjaður, verð á honum næstu 3 daga. Mun ekki keyra bíl eða kaupa á netinu og ekki hringja í mig fyrr en um helgina. Takk samt @nova_island (Finn strax fyrir breytingu, líst bara vel á Eyþór Arnalds í borgina..) pic.twitter.com/cWfUuuPQPN— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 10, 2018 Styttu kúrinn í ár af fenginni reynslu Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Vísi að Nova hafi boðið starfsmönnum sínum upp á þennan djúskúr í janúar síðastliðin þrjú ár.„Það er fín byrjun á árinu að taka smá hreinsun,“ segir Liv en fyrstu tvö skiptin voru starfsmennirnir á þessum djúskúr í heila vinnuviku en af fenginni reynslu var ákveðið að stytta kúrinn niður í þrjá daga í ár.„Þetta hefur reynst starfsfólkinu erfitt þannig að við tökum þrjá daga í ár en ekki fimm,“ segir Lvi.Forstjórinn tekur grænmetismánuð Hún segir starfsfólkið fá senda þrjá poka af djús á mánudegi sem þeir drekka yfir daginn. Um er að ræða blöndu af allskyns söfum en heilt yfir mega starfsmennirnir drekka átta slíka drykki á dag og þurfa auk þess að halda sig frá kaffi og víni á meðan kúrnum stendur.Liv segist hafa tekið þátt í þessum lúr í fyrra en ekki í ár. „Ég held auðvitað að þetta geti gert fólki gott en ég fer frekar í grænmetismánuð frekar en að djúsa,“ segir Liv.65 af 140 starfsmönnum Nova taka þátt í þessum kúr í ár en Liv segir fólk fara misvel út úr djúskúrnum.„Margir hafa ekki úthald í þrjá daga en langflestir komast í gengum þetta,“ segir Liv.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira