Japanskur geimfari biðst afsökunar á „gervifréttum‟ um hæð sína Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2018 15:48 Jafnvel geimfarar eins og Kanai geta gerst sekur um einföld mistök eins og að mæla vitlaust. Vísir/AFP Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní. Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Í ljós hefur komið að japanska geimfaranum Norishige Kanai varð á í messunni þegar hann mældi hæð sína í Alþjóðlegu geimstöðinni á dögunum. Hann tísti upphaflega um að hann hefði „hækkað‟ um heila níu sentímetra en á daginn kom að aðeins hefði teygst úr honum um tvo sentímera. Hann hefur beðist afsökunar á „gervifréttunum‟. Töluverða athygli vakti þegar Kanai sagði frá því að hann hefði stækkað svo mikið eftir komuna til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir þremur vikum. Hann hefði jafnvel áhyggjur af því að komast ekki í sæti sitt í geimferjunni sem á að flytja hann heim í sumar. Þyngdarleysið í geimstöðinni teygir úr hrygg geimfara þannig að þeir lengjast um tvo til fimm sentímetra. Hækkunin sem Kanai greindi hins vegar frá var óvenjulega mikil. Svo virðist hins vegar sem að Kanai hafi gert mistök þegar hann mældi sig. Í raun teygðist aðeins úr honum um tvo sentímetra, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þessi rangmæling virðist hafa orðið að stórmáli svo ég verð að biðjast afsökunar á þessum hræðilegu gervifréttum,‟ tísti Kanai. Hann sagði þó ekki hvernig mistökin hefðu komið til. Hann þarf í það minnsta ekki lengur að hafa áhyggjur af því að passa ekki inn í Soyuz-geimfarið þegar að heimferðinni kemur í júní.
Vísindi Tengdar fréttir Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Japanskur geimfari óttast að komast ekki til jarðar eftir vaxtarkipp Hann hefur vaxið um heila níu sentímetra á aðeins þremur vikum í geimnum. 9. janúar 2018 14:44