Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Elís Jónsson vill prófkjör. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi, er einn þeirra sem var mjög áfram um prófkjör og var hann mjög vonsvikinn eftir fundinn. Svo mjög að hann lýsti yfir framboði í prófkjöri flokksins áður en lá ljóst fyrir að af prófkjöri yrði. „Bæjarstjórinn hefur sagst vera til í allt en það er eins og hugur fylgi ekki máli þar sem hann hefur ekki svarað áskorunum um að efnt verði til prófkjörs,“ segir Elís. „Það er smá óánægja í gangi sem skýrist af því að afmarkaður hópur fólks er að þrjóskast við að halda prófkjör sem er að vísu hin lýðræðislega leið sem almennt er farin hjá Sjálfstæðisflokknum og í raun er alveg einstakt að þetta hafi ekki verið gert í Eyjum síðan 1990.“Sjá einnig: Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Elís segist telja víst að bæjarbúar vilji flestir prófkjör en vill ekki ganga svo langt að segja að í framboði hans felist vantraust á Elliða. „Hann hefur ekki nokkurn skapaðan hlut að hræðast við þetta og þetta er albesta leiðin fyrir hann til að fá þá endurnýjað umboð.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í tólf ár. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið áður en atkvæði voru greidd um prófkjör að yfirlýsing Elísar breyttu engu hvað hann varðaði. „Það er öllum frjálst að gefa kost á sér ef af prófkjöri verður. Fólk þekkir mín störf og ég hef gefið út yfirlýsingu um að ég gefi kost á mér áfram, óháð því hvernig valið verður á lista. Það stendur og að öðru leyti hef ég ekkert um orð þessa annars ágæta manns að segja.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00