Sjálfstætt lyfjaeftirlit handan við hornið Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2018 10:30 Unnið er að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að gera lyfjaeftirlit Íþrótta- og ólympíusambands Íslands að sjálfstæðri stofnun. Vísir/Ernir „Það er mjög mikilvægt að þetta sé klárað sem fyrst og sá tími telur líklega í vikum,“ segir Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, en unnið er nú að því að gera lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun.Vísir sagði frá því í apríl síðastliðnum að uppi væru hugmyndir um að gera Lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun og að sú vinna væri komin ansi langt. Í maí síðastliðnum sagði Birgir Sverrisson að hugsanlega gæti lyfjaeftirlitið verið orðið að sjálfstæðri stofnun innan einhverra vikna en af því varð ekki. Heimild til að koma sjálfstæðri stofnun á laggirnar strandaði á heimildarleysi í fjárlögum 2017. Heimild til að setja stofna þessa sjálfstæðu lyfjaeftirlitsstofnun fékkst hins vegar í fjárlögum 2018 sem Alþingi samþykkti.Birgir Sverrisson starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍVerið að klára síðustu áfangana Birgir segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að koma þessari stofnun á fót. „Það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því núna heldur er verið að klára þessa síðustu áfanga og treystum við á að það verði gert með hraði enda hefur ráðuneytið unnið markvisst að þessu undanfarið og boltinn í þeirra höndum,“ segir Birgir. Hlutverk lyfjaeftirlitsstofnunar verður að hafa eftirlit með ólöglegum árangursbætandi efnum en Birgir segir innflutning á slíkum efnum aukist og framboð í takt við það. Hann segir neysla slíkra ólöglegra lyfja, samkvæmt skilgreiningu þeirra alþjóðlegu samninga um lyfjaeftirlit sem eru í gildi, alls ekki bundin við íþróttafólk sem er innan vébanda ÍSÍ.Eftirlitslaust umhverfi hættulegt „Þessum efnum er mikið beint að ungu fólki og þeir sem nota slík efni geta hlotið alvarlegar og varanlegar heilsufarsafleiðingar. Mikið magn slíkra efna er í umferð og í notkun á líkamsræktarstöðvum um allan heim og er Ísland ekki undanskilið. Slíkt eftirlitslaust umhverfi er hættulegt ungu íþróttafólki og öðrum sem venja komur sínar þangað og þar sem efnin geta verið lífshættuleg er það ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar,“ segir Birgir. Hann segir stofnunina einnig þurfa, samfara skipulagsbreytingum, að auka samstarf og stuðning við opinberar stofnanir sem snerta á flötum sem tengjast sérsviðum lyfjaeftirlits eins og tollyfirvöld, lögreglu, fangelsismála-, matvæla- og lyfjastofnunar.Rýmri fjárhagsheimildir Verði stofnunin að veruleika tekur hún við lyfjaeftirliti í íþróttum þar sem heimilt er að prófa alla íþróttamenn innan ÍSÍ hvar sem er og hvenær sem er.Samvinna stofnunar lyfjaeftirlits við líkamsræktarstöðvar myndi fela í sér fræðslu, forvarnir og ákveðna afstöðu gegn lyfjamisnotkun.Vísir/PjeturStofnunin mun hins vegar hafa rýmri fjárhagsheimildir og gæti gert samninga við óháðar íþróttagreinar um lyfjaprófanir og við líkamsræktarstöðvar um lyfjaprófanir á korthöfum.Enginn þvingaður til samstarfs Birgir segir að það verði að koma í ljós hvort sjálfstætt lyfjaeftirlit muni hafa eftirlit með lyfjanotkun almennra korthafa í líkamsræktarstöðvum. Samvinna við líkamsræktarstöðvar þurfi að liggja að baki slíkum samningi sem felur í sér fræðslu, forvarnir og ákveðna afstöðu gegn lyfjamisnotkun. „Lyfjaeftirlitið sem stofnun getur ekki þvingað neinn til samstarfs en vonandi verður hægt að byrja einhvers staðar og það fljótlega. Við erum í samstarfi við hin Norðurlöndin og þá sérstaklega Noreg og Danmörku hvað þetta varðar,“ segir Birgir. Þetta fyrirkomulag tíðkast til dæmis í Danmörku, það er að lyfjaprófa korthafa líkamsræktarstöðva. Þegar Vísir fjallaði um fyrirkomulagið í maí síðastliðnum kom fram að ef af því yrði þá yrði farið fram á að korthafar myndu skila þvagprufu. Ekki yrði um handahófskennt próf að ræða, heldur yrðu þeir valdir í próf sem eru grunaðir um notkun vefaukandi stera.Sterafrumvarp á borði ráðherra Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, lagði fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum í apríl í fyrra. Málið var afgreitt úr velferðarnefnd 30. maí í fyrra en lítið hefur þokast síðan þá. Frumvarpið er hins vegar komið á könnu Svandísar Svavarsdóttur núverandi heilbrigðisráðherra en samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnar á að endurflytja frumvarpið nú í janúar. Það mun þó væntanlega fara eftir því hvernig dagskrá Alþingis mun líta út en þing verður ekki sett fyrr en 22. janúar næstkomandi.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/ValliTilgangur frumvarpsins er að sporna við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Engin lög eru í gildi sem taka á misnotkun vefjaaukandi efna og stera, en óskað hefur verið eftir af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði. Höfð er hliðsjón af sambærilegri danskri löggjöf. Regluverkinu er meðal annars ætlað að taka á ólöglegri starfsemi er varðar framleiðslu, innflutning og dreifingu á þessum efnum en fjallar ekki um neytendur eða refsingu þeirra.Saksóknari segir breytingarnar þarfar Nokkrar umsagnir bárust vegna frumvarpsins þegar það var til meðferðar velferðarnefndar í fyrra. Þar á meðal frá Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara sem sagði að með frumvarpinu séu lagðar til þarfar lagabreytingar. „Saksóknarar sem fara með ákæruvald í alvarlegum ofbeldisbrotum hafa orðið þess áskynja að slíkum málum, þar sem grunur er um að sakborningur neiti stera, hefur fjölgað. Ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um tölfræði um slík mál en það er upplifun ákærenda að þetta sé sífellt að aukast. Sem dæmi má nefna að í a.m.k. fimm alvarlegum brotum sem komu til kasta héraðssaksóknara á árinu 2016 var uppi sterkur grunur um steranotkun sakborninga í málum sem vörðuðu alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot í nánum samböndum,“ segir Kolbrún í umsögn sinni. Hún segir það jákvætt skref að mati embættis héraðssaksóknara að setja sérstaka löggjöf sem kveður á um refsinæmi tiltekinna frammistöðubætandi lyfja og efna en það sé til þess fallið að senda skýr skilaboð frá löggjafanum um að taka beri slík brot alvarlega. Heilbrigðismál Íþróttir Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að þetta sé klárað sem fyrst og sá tími telur líklega í vikum,“ segir Birgir Sverrisson, starfsmaður lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, en unnið er nú að því að gera lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun.Vísir sagði frá því í apríl síðastliðnum að uppi væru hugmyndir um að gera Lyfjaeftirlit ÍSÍ að sjálfstæðri stofnun og að sú vinna væri komin ansi langt. Í maí síðastliðnum sagði Birgir Sverrisson að hugsanlega gæti lyfjaeftirlitið verið orðið að sjálfstæðri stofnun innan einhverra vikna en af því varð ekki. Heimild til að koma sjálfstæðri stofnun á laggirnar strandaði á heimildarleysi í fjárlögum 2017. Heimild til að setja stofna þessa sjálfstæðu lyfjaeftirlitsstofnun fékkst hins vegar í fjárlögum 2018 sem Alþingi samþykkti.Birgir Sverrisson starfsmaður lyfjaeftirlits ÍSÍVerið að klára síðustu áfangana Birgir segir í samtali við Vísi að nú sé unnið að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að koma þessari stofnun á fót. „Það er í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því núna heldur er verið að klára þessa síðustu áfanga og treystum við á að það verði gert með hraði enda hefur ráðuneytið unnið markvisst að þessu undanfarið og boltinn í þeirra höndum,“ segir Birgir. Hlutverk lyfjaeftirlitsstofnunar verður að hafa eftirlit með ólöglegum árangursbætandi efnum en Birgir segir innflutning á slíkum efnum aukist og framboð í takt við það. Hann segir neysla slíkra ólöglegra lyfja, samkvæmt skilgreiningu þeirra alþjóðlegu samninga um lyfjaeftirlit sem eru í gildi, alls ekki bundin við íþróttafólk sem er innan vébanda ÍSÍ.Eftirlitslaust umhverfi hættulegt „Þessum efnum er mikið beint að ungu fólki og þeir sem nota slík efni geta hlotið alvarlegar og varanlegar heilsufarsafleiðingar. Mikið magn slíkra efna er í umferð og í notkun á líkamsræktarstöðvum um allan heim og er Ísland ekki undanskilið. Slíkt eftirlitslaust umhverfi er hættulegt ungu íþróttafólki og öðrum sem venja komur sínar þangað og þar sem efnin geta verið lífshættuleg er það ekki einkamál íþróttahreyfingarinnar,“ segir Birgir. Hann segir stofnunina einnig þurfa, samfara skipulagsbreytingum, að auka samstarf og stuðning við opinberar stofnanir sem snerta á flötum sem tengjast sérsviðum lyfjaeftirlits eins og tollyfirvöld, lögreglu, fangelsismála-, matvæla- og lyfjastofnunar.Rýmri fjárhagsheimildir Verði stofnunin að veruleika tekur hún við lyfjaeftirliti í íþróttum þar sem heimilt er að prófa alla íþróttamenn innan ÍSÍ hvar sem er og hvenær sem er.Samvinna stofnunar lyfjaeftirlits við líkamsræktarstöðvar myndi fela í sér fræðslu, forvarnir og ákveðna afstöðu gegn lyfjamisnotkun.Vísir/PjeturStofnunin mun hins vegar hafa rýmri fjárhagsheimildir og gæti gert samninga við óháðar íþróttagreinar um lyfjaprófanir og við líkamsræktarstöðvar um lyfjaprófanir á korthöfum.Enginn þvingaður til samstarfs Birgir segir að það verði að koma í ljós hvort sjálfstætt lyfjaeftirlit muni hafa eftirlit með lyfjanotkun almennra korthafa í líkamsræktarstöðvum. Samvinna við líkamsræktarstöðvar þurfi að liggja að baki slíkum samningi sem felur í sér fræðslu, forvarnir og ákveðna afstöðu gegn lyfjamisnotkun. „Lyfjaeftirlitið sem stofnun getur ekki þvingað neinn til samstarfs en vonandi verður hægt að byrja einhvers staðar og það fljótlega. Við erum í samstarfi við hin Norðurlöndin og þá sérstaklega Noreg og Danmörku hvað þetta varðar,“ segir Birgir. Þetta fyrirkomulag tíðkast til dæmis í Danmörku, það er að lyfjaprófa korthafa líkamsræktarstöðva. Þegar Vísir fjallaði um fyrirkomulagið í maí síðastliðnum kom fram að ef af því yrði þá yrði farið fram á að korthafar myndu skila þvagprufu. Ekki yrði um handahófskennt próf að ræða, heldur yrðu þeir valdir í próf sem eru grunaðir um notkun vefaukandi stera.Sterafrumvarp á borði ráðherra Óttarr Proppé, þáverandi heilbrigðisráðherra, lagði fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum í apríl í fyrra. Málið var afgreitt úr velferðarnefnd 30. maí í fyrra en lítið hefur þokast síðan þá. Frumvarpið er hins vegar komið á könnu Svandísar Svavarsdóttur núverandi heilbrigðisráðherra en samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnar á að endurflytja frumvarpið nú í janúar. Það mun þó væntanlega fara eftir því hvernig dagskrá Alþingis mun líta út en þing verður ekki sett fyrr en 22. janúar næstkomandi.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/ValliTilgangur frumvarpsins er að sporna við misnotkun á vefjaaukandi efnum og sterum. Engin lög eru í gildi sem taka á misnotkun vefjaaukandi efna og stera, en óskað hefur verið eftir af ýmsum aðilum að lögfestar verði reglur á þessu sviði. Höfð er hliðsjón af sambærilegri danskri löggjöf. Regluverkinu er meðal annars ætlað að taka á ólöglegri starfsemi er varðar framleiðslu, innflutning og dreifingu á þessum efnum en fjallar ekki um neytendur eða refsingu þeirra.Saksóknari segir breytingarnar þarfar Nokkrar umsagnir bárust vegna frumvarpsins þegar það var til meðferðar velferðarnefndar í fyrra. Þar á meðal frá Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara sem sagði að með frumvarpinu séu lagðar til þarfar lagabreytingar. „Saksóknarar sem fara með ákæruvald í alvarlegum ofbeldisbrotum hafa orðið þess áskynja að slíkum málum, þar sem grunur er um að sakborningur neiti stera, hefur fjölgað. Ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um tölfræði um slík mál en það er upplifun ákærenda að þetta sé sífellt að aukast. Sem dæmi má nefna að í a.m.k. fimm alvarlegum brotum sem komu til kasta héraðssaksóknara á árinu 2016 var uppi sterkur grunur um steranotkun sakborninga í málum sem vörðuðu alvarleg ofbeldis- og kynferðisbrot í nánum samböndum,“ segir Kolbrún í umsögn sinni. Hún segir það jákvætt skref að mati embættis héraðssaksóknara að setja sérstaka löggjöf sem kveður á um refsinæmi tiltekinna frammistöðubætandi lyfja og efna en það sé til þess fallið að senda skýr skilaboð frá löggjafanum um að taka beri slík brot alvarlega.
Heilbrigðismál Íþróttir Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24