Nokkrar veirur í hámarki þessa dagana Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 14:41 Flensunni fylgir hiti, hausverkur, hálsbólga og beinverkir meðal annars. Vísir/Getty Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vísbendingar eru um að flensusprautan sé aðeins 10% virk gegn þeim stofni inflúensu sem hefur helst herjað á Íslendinga í vetur, að sögn Bryndísar Sigurðardóttur, smitsjúkdómalæknis. Nokkrar veirur eru nú í hámarki en bóluefni gegn inflúensu kláraðist í vetur. Bryndís ræddi um flensufaraldur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún að bólusetningin í haust gagnist lítið gegn inflúensu B-stofninum sem hafi verið algengur í vetur. Þá veiti bóluefnið líklega aðeins 10% vernd gegn inflúensu A. Þannig veikist jafnvel þeir sem hafi látið sprauta sig í haust. Vísbendingar séu þó um að bóluefnið veiti einhverja vörn. Bólusettir einstaklingar verði minna veikir og smitandi en aðrir. Bryndís segir að meðgöngutími flensunnar sé stuttur, aðeins einn til tveir dagar þar til einstaklingur veikist eftir smit. Einkenni hennar séu hiti, beinverkir, höfuðverkur, hálsbólga og verkir við að hreyfa augun. „Aðallega hiti, beinverkir og gífurlegur slappleikur. Ef þú ert með alvöru inflúensuna eru þetta veikindi í fimm til tíu daga,“ segir hún.70.000 skammtar af bóluefni kláruðustLyf er til við inflúensunni en Bryndís segir að rannsóknir hafi sýnt að byrja þurfi að taka það innan sólahrings eftir smit til að það hafi áhrif á framgang veikindanna. Fáir leiti svo snemma til læknis. Auk A- og B-stofna inflúensunnar gangi fleiri veirur nú um en bólusetningar eru ekki til fyrir þær. Þar á meðal sé svonefnd RS-veira sem er algengust í börnum en getur einnig lagst þungt á eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma, sérstaklega lungnasjúkdóma. Henni fylgir hósti og hiti. Alls voru 65.000 skammtar af bóluefni gegn inflúensunni pantaðir til landsins í haust. Bryndís segir að þeir hafi hins vegar klárast strax. Sömuleiðis fimm þúsund skammtar til viðbótar sem landlæknir pantaði í kjölfarið. Þrátt fyrir að inflúensan sé ekki beint hættuleg að sögn Bryndísar bendir hún á að upp undir hálf milljón manna láti lífið af völdum hennar á ári, þar á meðal tuttugu til fimmtíu þúsund í Bandaríkjunum einum. „Þannig að það má segja að inflúensan sé ein skæðasta veirupestin sem við þekkjum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira