Heimir: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2018 14:52 Heimir Hallgrímsson. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn á móti Indónesíu í dag hafi verið með þeim skrýtnari enda aðstæður sérstakar og mótherjinn landslið sem var valið á netinu.. „Það var smá súrealísk stemmning hérna og ég hef aldrei séð svona rigningu áður,“ sagði Heimir eftir leikinn en það rigndi mikið á meðal leiknum stóð og stórir pollar mynduðust á vellinum á augabragði. „Þetta var líka kaótískt og andstæðingurinn ekkert sérstakur. Þetta var því allt mjög skrýtið,“ sagði Heimir. „Við gerðum ekki það sem við ætluðum okkur að gera í fyrri hálfleik en það er bara þannig að þegar þú færð tíma á boltann og þú ferð að taka of margar snertingar þá verður leikurinn hægur og svolítið fyrirséður. Strákarnir hættu að taka hlaupin sem þeir áttu að taka af því að boltinn kom aldrei í fyrsta,“ sagði Heimir. „Við vorum ekkert ánægðir í hálfleik með það sem þeir voru að gera en við vorum ekkert hræddir um að tapa leiknum hinsvegar. Veðrið þvingaði okkur til að fara í lengri bolta og taka þessi hlaup sem þarf. Þó að aðstæðurnar hafi verið hörmung í seinni hálfleik þá skoruðum við samt fimm mörk. Það er það sem telur í fótbolta ,“ sagði Heimir en er hægt að dæma leikmenn eftir leik í svona aðstæðum? „Það er auðvitað ekki hægt og það gat enginn leikmaður sýnt sitt besta í svona leik. Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þennan leik eða hafinn upp til skýjanna. Leikurinn fer ekki í neinar sögubækur en þetta er búinn að vera flottur tími hjá okkur hér. Það voru flottar æfingar hjá okkur og við flottar aðstæður. Það var svolítil skömm að þurfa lenda í þessu akkurat núna,“ sagði Heimir og vísar þar til dembunnar og bleytunnar sem tók öll völd á vellinum. „Við höfum verið ofboðslega ánægðir með hópinn í heild sinni, bæði á æfingunum en líka fyrir utan þær. Við erum búnir að vera með mikið af fundum um allskonar hluti. Það er mikið að meðtaka fyrir þessa stráka og það reynir á þá í þessum leik sem verður eftir þrjá daga,“ sagði Heimir. „Það verður allt annar andstæðingur því það verður lið sem hefur einhvern leikstíl, samæfingu og svo framvegið. Þeir eru með þjálfara sem er búinn að vera með þá í svolítinn tíma. Það verður allt annar og miklu erfiðari andstæðingur,“ sagði Heimir. „Þetta var landslið sem var valið af fólkinu í landinu. Hér búa 220 milljónir manna og þetta var valið á netinu. Þetta eru þeir leikmenn sem voru búnir að vera bestir í deildinni en er ekkert lið því þeir hafa aldrei spilað saman og eru auk þess líklega aðalspaðarnir í sínum liðum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37 Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15 Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30 Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Fleiri fréttir Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Í beinni: Atlético Madrid - Real Madrid | Stríðsmennirnir hans Simeone í vígahug Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Sjá meira
Stærsti sigur Íslands í 33 ár Ísland hjó nærri meti sínu með 6-0 sigri á Indónesíu í dag. 11. janúar 2018 13:37
Hver er íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson? Mikael Neville Anderson spilar í dag sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland þegar liðið mætir Indónesíu í vináttulandsleik á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 10:15
Umfjöllun: Indónesía - Ísland 0-6: Sex ungir opnuðu markareikninga sína með landsliðinu í stórsigri Íslenska karlalandsliðið í fótbolta byrjar HM-árið mjög vel en liðið vann 6-0 stórsigur á Indónesíu í vináttulandsleik á Maguwoharjo vellinum í Yogyakarta. Hellidempa og skelfilega vallaraðstæður settu mikinn svip á seinni hálfleikinn og þurfi meðal annars að gera hlé á leiknum um tíma vegna þrumuveðurs. 11. janúar 2018 13:30
Albert Guðmunds og 19 marka maðurinn Andri Rúnar byrja frammi á móti Indónesíu Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt á móti Indónesíu en leikurinn fer fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta. 11. janúar 2018 09:39
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti