Spilarar vilja losna við Kínverja úr PUBG Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2018 21:01 Mynd/Bluehole Spilarar hins vinsæla skotleiks Playerunknown‘s Battlegrounds, eða PUBG, virðast orðnir þreyttir á svindli kínverskra spilara og kalla eftir því að þeim verði gert að spila við aðra Kínverja. Framleiðendur leiksins birtu í gær afsökunarbeiðni um að útreikningar vegna innri gjaldmiðils leiksins, Battle Points, hefðu verið rangir og að verið væri að laga þá villu. Umræðan fór þó nánast samstundis að snúast um kínverska svindlara. Flestum virðist vera sama um að hafa ekki fengið rétt magn af BP. Þess í stað snúa flestar athugasemdirnar að því að koma eigi í veg fyrir að spilarar frá Kína geti spilað með öðrum spilurum í heiminum.Afsökunarbeiðnina og umræðuna má sjá hér. Það er vert að vara við sumum athugasemdunum.Margir spilarar kvarta einnig yfir því að spilarar frá Kína virðist einblína á að skemma fyrir þeim sem spili á vefþjónum í Norður-Ameríku. Þeir hægi á leikjunum og skjóti jafnvel félaga sína í bakið. Það er smá baksögu að finna þarna en í fljótu máli er hún á þá leið að á undanförnum mánuðum hefur kínverskum spilurum PUBG fjölgað mjög. Sömuleiðis sagði framleiðandi leiksins í síðasta mánuði að meirihluti þeirra spilara sem svindla í PUBG væru frá Kína, eða allt um 99 prósent þeirra.Þá sagði Bendan Greene einnig að svindl í tölvuleikjum væri ekki jafn óásættanlegt í Kína og annars staðar. Hann var hins vegar ekki á því að rétt væri að læsa Kínverja inni á vefþjónum í Kína. „Já, meirihluti svindla koma frá Kína, en það þýðir ekki að allir Kínverjar séu svindlarar. Sú hugmynd að vegna nokkurra svindlara sé réttast að banna heilt land finnst mér ekki rétt,“ sagði Greene. „Þeir elska leikinn. Af hverju ættum við að banna þeim að spila á öðrum vefþjónum? Ég skil ekki viðhorf sumra.“Hægt að græða mjög á svindli Kvartanirnar snúa þó ekki eingöngu að því að svindlarar skemmi fyrir öðrum. Heldur einnig því að svindlarar græði raunverulega peninga á því að svindla. Hægt er að nota Battle Points til þess að kaupa kassa og fá úr þeim einhvern klæðnað á persónu leiksins. Stundum þarf svo að borga raunverulega peninga til að opna kassa sem keyptir hafa verið fyrir BP. Spilarar sem fá mikið af BP geta keypt fleiri kassa og fengið sjaldgæfari klæðnað. Það er hægt að fá mikið af BP með því að svindla og drepa kannski alla aðra spilara. Klæðnaðurinn í leiknum gengur svo kaupum og sölu í raunheimum og er jafnvel hægt að selja klæðnað á tugi þúsunda króna. Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Spilarar hins vinsæla skotleiks Playerunknown‘s Battlegrounds, eða PUBG, virðast orðnir þreyttir á svindli kínverskra spilara og kalla eftir því að þeim verði gert að spila við aðra Kínverja. Framleiðendur leiksins birtu í gær afsökunarbeiðni um að útreikningar vegna innri gjaldmiðils leiksins, Battle Points, hefðu verið rangir og að verið væri að laga þá villu. Umræðan fór þó nánast samstundis að snúast um kínverska svindlara. Flestum virðist vera sama um að hafa ekki fengið rétt magn af BP. Þess í stað snúa flestar athugasemdirnar að því að koma eigi í veg fyrir að spilarar frá Kína geti spilað með öðrum spilurum í heiminum.Afsökunarbeiðnina og umræðuna má sjá hér. Það er vert að vara við sumum athugasemdunum.Margir spilarar kvarta einnig yfir því að spilarar frá Kína virðist einblína á að skemma fyrir þeim sem spili á vefþjónum í Norður-Ameríku. Þeir hægi á leikjunum og skjóti jafnvel félaga sína í bakið. Það er smá baksögu að finna þarna en í fljótu máli er hún á þá leið að á undanförnum mánuðum hefur kínverskum spilurum PUBG fjölgað mjög. Sömuleiðis sagði framleiðandi leiksins í síðasta mánuði að meirihluti þeirra spilara sem svindla í PUBG væru frá Kína, eða allt um 99 prósent þeirra.Þá sagði Bendan Greene einnig að svindl í tölvuleikjum væri ekki jafn óásættanlegt í Kína og annars staðar. Hann var hins vegar ekki á því að rétt væri að læsa Kínverja inni á vefþjónum í Kína. „Já, meirihluti svindla koma frá Kína, en það þýðir ekki að allir Kínverjar séu svindlarar. Sú hugmynd að vegna nokkurra svindlara sé réttast að banna heilt land finnst mér ekki rétt,“ sagði Greene. „Þeir elska leikinn. Af hverju ættum við að banna þeim að spila á öðrum vefþjónum? Ég skil ekki viðhorf sumra.“Hægt að græða mjög á svindli Kvartanirnar snúa þó ekki eingöngu að því að svindlarar skemmi fyrir öðrum. Heldur einnig því að svindlarar græði raunverulega peninga á því að svindla. Hægt er að nota Battle Points til þess að kaupa kassa og fá úr þeim einhvern klæðnað á persónu leiksins. Stundum þarf svo að borga raunverulega peninga til að opna kassa sem keyptir hafa verið fyrir BP. Spilarar sem fá mikið af BP geta keypt fleiri kassa og fengið sjaldgæfari klæðnað. Það er hægt að fá mikið af BP með því að svindla og drepa kannski alla aðra spilara. Klæðnaðurinn í leiknum gengur svo kaupum og sölu í raunheimum og er jafnvel hægt að selja klæðnað á tugi þúsunda króna.
Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira