Dúnúlpur og blúndukjólar frá Valentino Ritstjórn skrifar 13. janúar 2018 09:00 Myndir/Valentino Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum. Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Hettupeysur út um allt Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Kardashian systurnar skipta um stílista Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour
Dúnúlpur og snákamunstur er það sem sem ítalska tískuhúsið Valentino býður upp á í svokallaðri millilínu sinni fyrir næsta haust. Millilínur tískuhúsanna, núna kallaðar pre fall þykja gefa ágæta vísbendingu um hvað koma skal í þegar haust-og vetrarlínurnar verða sýndar á tískupöllunum í næsta mánuði. Það er því forvitnilegt að skoða og spá í trendum ársins sem er framundan. Valentino hefur ávallt verið þekkt fyrir kvenleg snið sín, guðdómlega kjóla og gullfalleg efni. Engin undantekning var á því núna þó að dúnúlpurnar, sem voru gerðar í samstarfi við útivistarmerkið Moncler, gefa þessari línu nýjan og hversdagslegri tón. Rauði liturinn heldur áfram, útsaumur og snákamynstur í lit. Við erum hrifnar og verðum illa sviknar ef við sjáum ekki einhvern af þessum kjólum á rauða dreglinum á næstu mánuðum.
Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Rihanna klæddist rauðum hjarta feldi í kvöldgöngunni Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Hettupeysur út um allt Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Kardashian systurnar skipta um stílista Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour