Fimmtugur tónlistarskóli Aron Ingi Guðmundsson skrifar 13. janúar 2018 11:15 Einar Bragi, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar, ásamt nokkrum nemendum sínum. Mynd/Tónlistarskóli Vesturbyggðar Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“ Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Einar Bragi Bragason hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir tveimur árum. Hann hefur víða komið við á sínum tónlistarferli, spilaði meðal annars með hljómsveitinni Stjórninni, tekur upp tónlist heima og spilar hingað og þangað um landið. Tónlistarlíf bæjarfélagsins blómstrar og spennandi tímar eru fram undan að mati Einars Braga. „Starf tónlistarskólans hefur átt sínar hæðir og lægðir eins og gengur. Mér skilst að árið 1997 hafi verið stór lúðrasveit hér og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom var að fara niður í kjallara og grafa upp í gegnum þykkt lag af ryki fullt af hljóðfærum og laga þau . Auk þess fékk ég fjármagn til að kaupa ný hljóðfæri og ég hef fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum varðandi starfið.“ Einar Bragi segir nemendafjölda tónlistarskólans hafa margfaldast á undanförnum misserum. „Fjöldinn var á milli tuttugu og fimm og þrjátíu börn þegar ég kom en núna eru sjötíu fullgildir nemendur og svo þrettán nemendur leikskólans sem eru í svokölluðu tónföndri. Þetta er fólk frá fimm ára aldri og upp í svona sextán, sautján ára.“ Einu sinni í viku kveðst Einar Bragi fara á vegum tónlistarskólans í félagsheimili fyrir eldri borgara á Patreksfirði. „Það má því segja að nemendur séu upp í nírætt,“ segir hann glaðlega. „Svo er svolítið gaman að segja frá því að þeir sem eru lengst komnir í gítarnámi hér eru í fjarnámi hjá kennara í austasta bæ Íslands, Neskaupstað, en Jón Hilmar Kárason, gítarsnillingur og frumkvöðull í þannig námi, hefur tekið þá kennslu að sér. Kennslan nær því þvert yfir landið, til vestasta bæjar landsins sem er Patreksfjörður.“ Einar Bragi segir ástæðu fyrir uppgangi skólans bjartsýni í bæjarfélaginu að þakka. Hér er margt ungt fólk sem er ekki á leið burt og annað að koma. Við höfum lagt áherslu á að tónlistarnám á að vera skemmtilegt. Nemendur skólans eru mjög sjáanlegir í bæjarfélaginu, við spilum fyrir eldri borgara, komum fram á skemmtunum bæjarins, styrktartónleikum, jólaböllum og þegar kveikt er á jólatrjánum svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að halda veglega vortónleika í tilefni afmælisársins og fá einhvern gest til að spila með, að sögn Einars Braga. „Einnig stendur til að stækka húsnæði skólans, við erum búin að fá loforð um það frá bæjaryfirvöldum svo óhætt er að segja að bjart sé fram undan í tónlistarlífi Vesturbyggðar.“
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira