EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar 14. janúar 2018 08:00 Balic nennti varla að standa upp til þess að spila handbolta. Er hann gerði það átti enginn möguleika í hann. Ótrúlegur íþróttmaður sem fékk sér svo kannski sígó í hálfleik. Óstöðvandi. vísir/getty Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir. Að koma til Króatíu er eins og að stíga áratugi aftur í tímann. Ekki bara eru allir reykjandi í Króatíu heldur er vel hugað að þörfum reykingamannsins. Það er ekkert sem bendir til þess að þjóðin sé að reyna að minnka reykingar. Það þarf að hafa verulega fyrir því að finna veitingahús sem er reyklaust. Þetta er verulega þreytandi. Foreldrar mínir reyktu yfir mig mörg karton er ég var að alast upp og ég tel mig vera búinn með minn kvóta í þessum efnum.Geggjaðir þrátt fyrir sígóið Það sem er þó áhugavert er hversu margir króatískir íþróttamenn reykja. Það er ekkert óalgeng sjón á stórmótum að sjá fjölda króatískra leikmanna saman í kaffi og sígó. Ekki gleyma að Króatar eru stórkostleg íþróttaþjóð. Við komuna hingað fékk ég útprentað skjal með helstu afrekum liða og leikmanna Króatíu. Magnaður lestur vægast sagt. Þetta er mögnuð íþróttaþjóð. Ég man samt enn hvað mér brá er ég sá stórstjörnuna Ivano Balic reykja!!! Hann var þá (lang)besti handboltamaður heims. Fullkomlega óþolandi leikmaður. Af því hann var svo góður.Töffari með rettuna? Balic er stórreykingamaður.Ótrúlega hæfileikaríkur. Húðlatur andskoti (afsakið orðbragðið, þessi leti var bara móðgandi) og hrikalegur svindlari. Ég meina hann fór kannski út að reykja í hálfleik og kom svo út á völlinn og pakkaði öllum saman. Það er móðgun. Hann kom alltaf sínu fram og sá til þess að Króatía pakkaði flestum saman. Einn af þessum snillingum sem maður elskaði að hata. Strákarnir okkar hafa háð nokkrar rimmur við Króatana gegn Balic og þessir keðjureykjandi snillingar (Balic var langt frá því einn í sígóinu) höfðu oftast betur. Það er frekar pirrandi. Toggi Þráins á engar afsakanir þarna. Króatar eru með slíka íþróttamenn að ég man varla eftir að hafa búist við sigri gegn þeim. Nú verða ellefu þúsund háværir áhorfendur með þeim í liði. Ég býst því ekki við sigri í dag en vona að strákarnir sýni samt góðan leik. Slíkur er munurinn enn milii þjóðanna þrátt fyrir frækinn sigur fótboltalandsliðsins. Enn betra væri samt ef þeir kæmu mér á óvart. Ég er alveg til í það. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30 Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01 Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15 Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir. Að koma til Króatíu er eins og að stíga áratugi aftur í tímann. Ekki bara eru allir reykjandi í Króatíu heldur er vel hugað að þörfum reykingamannsins. Það er ekkert sem bendir til þess að þjóðin sé að reyna að minnka reykingar. Það þarf að hafa verulega fyrir því að finna veitingahús sem er reyklaust. Þetta er verulega þreytandi. Foreldrar mínir reyktu yfir mig mörg karton er ég var að alast upp og ég tel mig vera búinn með minn kvóta í þessum efnum.Geggjaðir þrátt fyrir sígóið Það sem er þó áhugavert er hversu margir króatískir íþróttamenn reykja. Það er ekkert óalgeng sjón á stórmótum að sjá fjölda króatískra leikmanna saman í kaffi og sígó. Ekki gleyma að Króatar eru stórkostleg íþróttaþjóð. Við komuna hingað fékk ég útprentað skjal með helstu afrekum liða og leikmanna Króatíu. Magnaður lestur vægast sagt. Þetta er mögnuð íþróttaþjóð. Ég man samt enn hvað mér brá er ég sá stórstjörnuna Ivano Balic reykja!!! Hann var þá (lang)besti handboltamaður heims. Fullkomlega óþolandi leikmaður. Af því hann var svo góður.Töffari með rettuna? Balic er stórreykingamaður.Ótrúlega hæfileikaríkur. Húðlatur andskoti (afsakið orðbragðið, þessi leti var bara móðgandi) og hrikalegur svindlari. Ég meina hann fór kannski út að reykja í hálfleik og kom svo út á völlinn og pakkaði öllum saman. Það er móðgun. Hann kom alltaf sínu fram og sá til þess að Króatía pakkaði flestum saman. Einn af þessum snillingum sem maður elskaði að hata. Strákarnir okkar hafa háð nokkrar rimmur við Króatana gegn Balic og þessir keðjureykjandi snillingar (Balic var langt frá því einn í sígóinu) höfðu oftast betur. Það er frekar pirrandi. Toggi Þráins á engar afsakanir þarna. Króatar eru með slíka íþróttamenn að ég man varla eftir að hafa búist við sigri gegn þeim. Nú verða ellefu þúsund háværir áhorfendur með þeim í liði. Ég býst því ekki við sigri í dag en vona að strákarnir sýni samt góðan leik. Slíkur er munurinn enn milii þjóðanna þrátt fyrir frækinn sigur fótboltalandsliðsins. Enn betra væri samt ef þeir kæmu mér á óvart. Ég er alveg til í það.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30 Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01 Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15 Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Ásgeir Örn: Fantasy var farið að eyðileggja fyrir mér að horfa á NFL Margir leikmanna íslenska liðsins eru miklir NFL-aðdáendur og þeir munu líklega vaka aðeins lengur en venjulega í kvöld enda frábærir leikir í boði í úrslitakeppninni í kvöld. 13. janúar 2018 18:30
Duvnjak úr leik hjá Króötum Einn sterkasti leikmaður Króata, Domagoj Duvnjak, meiddist í leik liðsins við Serbíu í gærkvöld og er tvísýnt um þáttöku hans í þeim leikjum sem eftir eru á Evrópumótinu. 13. janúar 2018 09:01
Geir fékk þrjá íslenska þjálfara til þess að greina andstæðingana á EM Geir Sveinsson landsliðsþjálfari var að vonum kátur í dag. Tvö stig í hús í gær og allir leikmenn íslenska liðsins sluppu við meiðsli í leiknum. Hann fór strax yfir leikinn með sínu liði í morgun. 13. janúar 2018 19:15
Létt yfir strákunum okkar á lúxushótelinu í Split Íslenska handboltalandsliðið er ekki á neinu slorhóteli í Split heldur á fimm stjörnu lúxushóteli þar sem Everton gisti meðal annars fyrr í vetur. 13. janúar 2018 15:28
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða