Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 06:00 Magnús Garðarsson er borinn þungum sökum í skýrslu KPMG sem fer ítarlega yfir fjármálaóreiðu United Silicon í stjórnendatíð hans. Vísir/eyþór Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon í Helguvík, millifærði tvær milljónir króna út úr dótturfélagi kísilversins og inn á reikning félags í eigu hans um fimm mánuðum eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið. Þetta kemur fram í skýrslu sem KPMG vann fyrir stjórn United Silicon í nóvember og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar segir að Magnús hafi millifært upphæðina þann 25. ágúst án þess að hafa til þess réttindi frá stjórn dótturfélagsins Geysis Capital eða United. Í skýrslunni segir að Magnúsi hafi áður en hann lét af störfum að öllum líkindum verið ljóst að verulega vantaði upp á fjármögnun fyrirtækisins og hann hafi því reynt að fresta greiðslum, fegra bókhaldið og villa um fyrir stjórn þess. Um tíma var íhugað að færa bókhald United Silicon alfarið upp á nýtt fyrir árið 2016 vegna fjölda rangfærslna. Magnús á einnig að hafa talið stjórn kísilversins trú um að mál sem verktakafyrirtækið ÍAV höfðaði gegn fyrirtækinu væri vegna vangoldinna reikninga upp á 400 milljónir króna. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu þegar niðurstaðan varð rúmur milljarður króna. Einnig á hann að hafa leynt því að félagið ætti bankareikninga í Danmörku. Segir í skýrslunni að ágallar hafi verið miklir í aðgreiningu starfa því Magnús hafi í raun stjórnað United Silicon og samþykkt reikninga. „Þannig má segja að Magnús hafi verið í ákjósanlegri stöðu til að draga sér fé og villa um fyrir stjórn og stjórnendum,“ segir í skýrslunni. Stjórn kísilversins, sem nú er í greiðslustöðvun, kærði Magnús til héraðssaksóknara í september í fyrra og Arion banki, stærsti hluthafi og lánveitandi kísilversins, um mánuði síðar. Þær byggjast á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. Magnús hefur mótmælt þeim sem „röngum og tilhæfulausum“ og sagt þær hluta af slag um eignarhald.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48