Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:30 Albert Guðmundsson í leiknum á móti Indónesíu. Vísir/AFP 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira