Handbolti

Björgvin Páll: Veit ekki hvernig manni á að líða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin í leiknum í kvöld.
Björgvin í leiknum í kvöld. vísir/ernir
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir að íslenska landsliðið geti sjálfum sér um kennt að þurfa bíða úrslita í leik Króatíu og Svía í kvöld. Ísland tapaði fyrir Serbum í dag í lokaleik riðils Íslands í Split.

„Það var hellings spurning. Þetta var tæpt. Smá skrýtin tilfinning og manni veit ekki hvernig manni á að líða. Við þurfum að bíða núna,” sagði Björgvin Páll í samtali við Henry Birgi Gunnarsson um síðasta skotið sem Björgvin varði í kvöld.

„Við höfum núna til að hlaða batteríin og vonandi að það skili einhverju. Auðvitað ömurlegt hvernig við förum með þetta í restina og getum sjálfum okkur um kennt að vera ekki komnir áfram.”

„Smá vonbrigði, en auðvitað lítum við á björtu hliðarnar og að við erum enn inn í þessu,” en hvernig fór liðið að því að glutra niður fjögurra marka forskoti?

„Við förum bara í að verja forskotið og horfa á klukkuna og stöðuna. Það er alltaf hættulegt í hvaða sporti sem það er. Við töluðum um að gera það ekki, en gerðum það.”

„Serbarnir spiluðu mjög vel. Þeir eru pressulausir og höfðu engu að tapa. Það var allt að smella hjá þeim og ferskir menn sem komu inn og tóku ábyrgð sem mér finnst betri handboltamenn en þeir sem áður voru.”

En hvað er að hjá íslenska liðinu, vantar því hugrekki?

„Nei, held ekki. Þetta er eitthvað óöruggi og þetta gerist fyrir aðrar þjóðir en okkur. Þetta er meira spurning um fýlinginn í leiknum heldur en karakterinn og halda að þetta sé komið. Það liggur hjá okkur.”

Aðspurður hvort það væri ekki dálítið skrýtin tilfinning að fara mögulega áfram eftir eins slaka frammistöðu svaraði Björgvin:

„Við drulluðum á okkur tvisvar gegn Þjóðverjum og allir héldu að við værum lélegasta landslið í heiminum. Við svöruðum því með að slátra Svíum. Við erum klárir í það verkefni sem kemur; milliriðill eða flug heim,” sagði Björgvin að lokum.


Tengdar fréttir

Twitter eftir leik: „Algjört gjaldþrot"

Það var líf og fjör á Twitter eins og alltaf þegar íslenskt íþróttafólk er í eldlínunni. Hér að neðan má sjá eitt og annað sem var rætt um á Twitter í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×