„Geimhiti“ gæti teflt lengri geimferðum í tvísýnu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2018 15:00 Þýski geimfarinn Alexander Gerst með nema á enninu sem var notuð til að fylgjast með líkamshita geimfara Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. NASA Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans. Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Langdvalir í geimnum hafa áhrif á líkamshita geimfara sem gæti verið Þrándur í Götu lengri mannaðra geimferða eins og til Mars. Ný rannsókn sýnir að kjarnalíkamshiti geimfara getur náð allt að 40°C við hreyfingu.Rannsóknin byggir á mælingum með nemum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni báru á enninu um þriggja mánaða skeið. Í ljós kom að kjarnalíkamshiti þeirra hækkaði hægt og bítandi á fyrstu tveimur og hálfa mánuðinum. Eftir það jafnaðist líkamshitinn út við um 38°C. Það er um einni gráðu hærra en heilbrigður líkamshiti í hvíld á jörðu niðri, að því er segir í frétt Space.com. Þegar geimfararnir stunduðu líkamsrækt hækkaði hitinn hins vegar enn meira og gat farið upp í 40°C. Líkamsrækt er nauðsynleg fyrir geimfara sem dvelja langdvölum í geimnum til að draga úr vöðvarýrnun í þyngdarleysinu. Leiðangur til Mars tæki í það minnsta fleiri mánuði og líklega meira en ár.Hætta á vandamálum með blóðrás, hjarta- og heilastarfsemi Hár líkamshiti getur leitt til ýmiss konar heilsubrest, til dæmis vandamála með blóðrás, hás blóðþrýstings og jafnvel hjartaáfalla og ofhitnunar heilans.Líkamshiti geimfara hækkar sérstaklega mikið við áreynslu. Hér sést kanadíski geimfarinn Chris Hadfield við mat á líkamlegu hreysti í geimstöðinni.NASA„Þetta er mögulega hættulegt. Kerfi líkamans, blóðið, ensímin og boðefnin virka ekki eins og þau eiga að gera þegar líkamshiti er eðlilegur. Þegar þú ert með hita líður þér ekki vel og heilinn í þér virkar ekki eðlilega,“ segir Oliver Opatz, rannsakandi við Geimlæknisfræðimiðstöðina í Berlín og einn höfunda rannsóknarinnar, við Space.com. „Þú vilt ekki að einhver sem þarf að lenda geimflaug á Mars sé með skerta heilastarfsemi. Þú þarft að vera viss um að manneskjan sé hæf til að sinna starfi sínu,“ segir Opatz.Orsakirnar óljósarEkki er ljóst hvers vegna líkamshitinn hækkar en nokkrar skýringar eru taldar mögulegar. Líkamsklukka geimfaranna gæti haft eitthvað um breytinguna að segja en líkamshiti fólks á jörðinni gengur í dægursveiflum. Geimfarar á braut um jörðu upplifa sólsetur og upprás á 45 mínútna fresti sem er talið geta haft áhrif á þessar dægursveiflur. Þyngdarleysi geimsins breytir einnig blóðrás geimfara. Meira blóð flæðir til höfuðsins og það gæti haft áhrif á kjarnalíkamshita. Þá losar líkaminn sig ekki eins vel við hita í þyngdarleysinu og á jörðinni því loftflæði er minna í geimstöðinni. Sviti gufar þannig hægar upp í geimnum en á jörðinni. Það skýrir hvers vegna líkamshitinn hækkar sérstaklega við líkamlega áreynslu í geimnum. Opatz segir að ætlunin sé að rannsaka í kjölfarið hvernig sé hægt að vinna gegn þessum áhrifum á geimfara og orsakir geimhitans.
Vísindi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira