Sterkt móðursjúkrahús Svandís Svavarsdóttir og heilbrigðisráðherra. skrifa 18. janúar 2018 06:00 Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á mínum fyrstu dögum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt þess kost að heimsækja nokkrar helstu stofnanir heilbrigðiskerfisins og stefni að því að ná að ljúka þeirri yfirferð á næstu vikum. Landspítalinn sjálfur, móðursjúkrahúsið, gegnir meginhlutverki sem bakhjarl heilbrigðisþjónustu um land allt. Þetta hlutverk tekur Landspítalinn mjög alvarlega og vill efla það með því að bæta aðgengi landsmanna allra að þjónustu sinni og með því að fara með sérfræðiþjónustu út um land. Landspítalinn er nú öflugri en hann hefur nokkurn tíma verið. Búið er að taka upp fjölda nýrra meðferða og aðgerða og verið að sinna miklu veikara fólki, með betri árangri, en áður. Jafnframt er spítalinn að sinna miklu fleirum en nokkurn tímann áður. Á spítalanum eru hátt í tvö hundruð deildir og einingar og starfsmenn rúmlega 5.100 talsins úr fjölmörgum starfsgreinum enda sinnir spítalinn fjölmörgum verkefnum auk hinnar hefðbundnu heilbrigðisþjónustu. Eldhús, þvottahús, saumastofa og dauðhreinsun; allt þarf að virka. Og gerir það. Spítalinn hefur lagt áherslu á öryggis- og gæðamál allt frá 2011 og hefur dregið úr sóun og sparað fé umtalsvert, stytt biðlista og bætt árangur. Þessi árangur hefur meðal annars verið mældur í lifun eftir kransæðaaðgerðir og ótrúlega lágri spítalasýkingartíðni. Einnig hefur spítalinn nú sinnt sívaxandi fjölda ferðamanna sem veikjast og slasa sig og er stór þáttur í því að Ísland geti þróast áfram sem ferðamannaland með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á þjóðartekjur. Loks sinnir spítalinn hlutverki sínu sem háskólasjúkrahús þar sem heilbrigðisstéttir njóta leiðsagnar, öðlast reynslu og menntun til að geta sinnt sínum verkefnum í fyllingu tímans sem þátttakendur í vaxandi heilbrigðisþjónustu. Það er einstaklega góð tilfinning að finna fyrir faglegum metnaði, styrkri stjórn, öflugu starfsfólki og skýrri forystu í þessari lykilstofnun í íslensku samfélagi. Gott samfélag þarf gott heilbrigðiskerfi og gott heilbrigðiskerfi þarf sterkt móðursjúkrahús. Landspítalinn er slík stofnun. Ég hlakka til áframhaldandi sóknar í þágu heilbrigðisþjónustunnar þar sem Landspítalinn gegnir meginhlutverki.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar