Handbolti

Þjóðverjar með tvö stig í milliriðil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Þjóðverja og Makedóna í dag.
Úr leik Þjóðverja og Makedóna í dag. vísir/afp
Þjóðverjar fara með tvö stig í milliriðil eftir að hafa gert sitt annað jafntefli í riðli sínum á EM í Króatíu. Þjóðverjar gerðu jafntefli við Makedóníu, 25-25.

Leikur Þjóðverja og Makedónía var hin mesta skemmtun, en þegar flautað var til hálfleiks leiddu Þjóðverjar með einu marki, 12-11.

Í síðari hálfleik hélt fjörið áfram og Filip Taleski jafnaði metin fyrir Makedóníu rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok.

Þýska liðið fékk síðustu sóknina, en nýtti hana illa. Steffen Weinhold skoraði átta mörk fyrir Þýskaland sem fer með tvö stig í milliriðil eftir jafntefli við Makedóníu og Slóveníu.

Hjá Makedónum voru þeir Kiril Lazarov og Dejan Manaskov markahæstir með fimm mörk. Makedónar fara með þrjú stig í milliriðil.

Tékkland vann sex marka sigur á Ungverjum, 33-27, eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-11.

Ondrej Zdrahala átti magnaðan leik fyrir Tékka og skoraði fjórtán mörk, en Tékkarnir fara með tvö stig í milliriðil eftir óvæntan sigur á Dönum.

Mate Lekai skoraði níu mörk fyrir Ungverja sem eru á heimleið, með núll stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×