Körfubolti

Ágúst: King og Bracey voru magnaðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Eyþór
„Þetta var rosalega mikilvægur sigur. Þeir byrjuðu leikinn mikið betur en við en í öðrum leikhluta spiluðum við hörkuleik og það gaf okkur mikið,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. Valsmenn unnu Hött 102-94 í Dominos-deild karla í körfubolta en leikurinn fór fram á Hlíðarenda.

„Svona heilt yfir vorum við ekki að spila nægilega góða vörn í þessum leik en gott að klára þetta samt sem áður. Urald King og Austin Bracey voru rosalegir í þessum leik og margir leikmenn í okkar liðið geta þakkað fyrir það, því sumir þeirra eiga mikið inni.“

Valsmenn eru komnir með 10 stig í deildinni og núna munar fjórum stigum á þeim og sæti í úrslitakeppninni. Ágúst er ekki tilbúinn að horfa þangað strax.

„Það er bara gamla góða klisjan. Við eigum KR-inga næsta og einbeitum okkur að þeim leik. Svo vonandi þegar upp verður staðið verðum við með nægilega mörg stig til að lenda í efstu átta sætunum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×