Eflum geðheilbrigðisþjónustuna Svandís Svavarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 07:00 Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Sérstök áhersla er lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu í fjárlögum ársins 2018. Efla þarf geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í fjárlögum ársins 2018 eru stigin skref í átt að þeirri eflingu. Fjárveiting til sjúkrahúsþjónustu hækkar um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlögum ársins 2018. Því framlagi er ætlað að efla geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala sérstaklega svo mögulegt sé að bjóða upp á góða geðheilbrigðisþjónustu á deildum spítalans. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fær 45 milljóna viðbótarframlag, sem er ætlað til þess að stytta biðtíma eftir þjónustu á deildum BUGL, sem er verkefni sem sérstaklega brýnt er að ráðast í. Gagnsemi sálfræðiþjónustu er gríðarmikil. Aukið aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu er mikilvægur liður í góðri geðheilbrigðisþjónustu og auka þarf fjárframlög til þessa málaflokks. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 rennur 60 milljóna króna framlag til heilsugæslunnar, sem er sérstaklega ætlað til að fjölga sálfræðingum og þverfaglegum geðheilsuteymum innan heilsugæslunnar og auka aðgengi fólks að hugrænni atferlismeðferð. Ég mun einnig leggja ríka áherslu á að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð til fulls. Einnig mun ég leggja áherslu á að heilbrigðisráðuneytið styðji eins og kostur er við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði geðheilbrigðisþjónustu, enda gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu.Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Góð geðheilsa er undirstaða lífsgæða. Samkvæmt upplýsingum frá landlækni frá því í september 2017 hefur geðheilsu ungs fólks hrakað á undanförnum árum. Geðheilbrigðisþjónustu við ungt fólk þarf því að efla og styrkja sérstaklega, til að stemma stigu við þeirri þróun. Ég mun leggja ríka áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustu í embætti mínu sem heilbrigðisráðherra, með það meginmarkmið að leiðarljósi að tryggja skuli öllum jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Sérstök áhersla er lögð á að efla geðheilbrigðisþjónustu í fjárlögum ársins 2018. Efla þarf geðheilbrigðisþjónustu á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, og í fjárlögum ársins 2018 eru stigin skref í átt að þeirri eflingu. Fjárveiting til sjúkrahúsþjónustu hækkar um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlögum ársins 2018. Því framlagi er ætlað að efla geðheilbrigðisþjónustu innan Landspítala sérstaklega svo mögulegt sé að bjóða upp á góða geðheilbrigðisþjónustu á deildum spítalans. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fær 45 milljóna viðbótarframlag, sem er ætlað til þess að stytta biðtíma eftir þjónustu á deildum BUGL, sem er verkefni sem sérstaklega brýnt er að ráðast í. Gagnsemi sálfræðiþjónustu er gríðarmikil. Aukið aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu er mikilvægur liður í góðri geðheilbrigðisþjónustu og auka þarf fjárframlög til þessa málaflokks. Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 rennur 60 milljóna króna framlag til heilsugæslunnar, sem er sérstaklega ætlað til að fjölga sálfræðingum og þverfaglegum geðheilsuteymum innan heilsugæslunnar og auka aðgengi fólks að hugrænni atferlismeðferð. Ég mun einnig leggja ríka áherslu á að geðheilbrigðisáætlun til ársins 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð til fulls. Einnig mun ég leggja áherslu á að heilbrigðisráðuneytið styðji eins og kostur er við frjáls félagasamtök sem starfa á sviði geðheilbrigðisþjónustu, enda gegna frjáls félagasamtök lykilhlutverki á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustu.Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar