Sport

Þessi lið mætast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eftir skrautlegt tímabil náði Atlanta Falcons að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Carolina í lokaumferðinni.
Eftir skrautlegt tímabil náði Atlanta Falcons að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Carolina í lokaumferðinni. vísir/getty
Deildarkeppni NFL-deildarinnar lauk á Gamlársdag og var hörð baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Á meðal þeirra liða sem urðu að bíta í það súra epli að missa af sæti í úrslitakeppninni eru Seattle Seahawks og Baltimore Ravens sem missti sitt sæti á lokasekúndu tímabilsins. Í staðinn fór Buffalo í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999.

New England Patriots, Pittsburgh Steelers, Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings voru öll með besta árangur tímabilsins, 13-3, og munu fá frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. New England og Philadelphia munu halda heimavallarrétti alla leið í úrslitin.

Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi og verða allir leikir úrslitakeppnirnar í beinni útsendingu á Sportstöðvum Stöðvar 2.

Laugardagur:

Kl. 21.35: Kansas City - Tennessee

Kl. 01.15: LA Rams - Atlanta

Sunnudagur:

Kl. 18.05: Jacksonville - Buffalo

Kl. 21.40: New Orleans - Carolina

Sitja hjá í fyrstu umferð:

New England Patriots

Pittsburgh Steelers

Philadelphia Eagles

Minnesota Vikings

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×