Leikirnir sem beðið er eftir Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2018 10:00 Árið sem nú er að byrja er mjög svo efnilegt þegar kemur að tölvuleikjum. Árið sem nú er að byrja er mjög svo efnilegt þegar kemur að tölvuleikjum. Það er útlit fyrir að mikill fjöldi leikja komi út á árinu og beðið hefur verið eftir mörgum þeirra. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Það eru án efa margir aðrir leikir sem fólk er spennt fyrir. Ef svo er mega lesendur endilega benda á þá í athugasemd.Kingdom Come DeliveranceBóhemía, Heilaga rómverska keisaraveldið á árinu 1403. Það er sögusvið Kingdom Come: Deliverance. Leikurinn fjallar um Henry, son járnsmiðs, sem missir allt í árás ribbalda. Henry þarf að finna þessa ribbalda, myrða þá og í leiðinni bjarga veldinu undan innrás Ungverjalands. Spilarar munu ráða förinni í leiknum og vilja framleiðendur KCD skapa nokkurs konar Skyrim á miðöldum.Kingdom Come: Deliverance kemur út þann 13. febrúar fyrir PC, PS4 og XOne.A Way Out A Way Out er fjölspilunarleikur þar sem tveir menn leika fangana Leo og Vincent. Saman þura þeir að brjótast út úr fangelsi, flýja og lifa af utan veggja fangelsisins. Leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir tvo spilara sem geta bæði spilað hann í sama sófanum og á netinu. Sé hann spilaður á netinu þarf bara annar spilarinn að eiga leikinn. Framleiðendur leiksins segja að svör við hinum ýmsu þrautum sem spilarar lendi í verði ekki alltaf á hreinu og því verði mikilvægt að prófa sig áfram og tala saman.A Way Out kemur út þann 23. mars á PC, PS4 og XOne.Far Cry 5 Far Cry leikjaserían hefur farið um víðan völl í gegnum tíðina. Byrjað var í Suður-Kyrrahafi, svo var farið til Afríku, næst til eyja Suðaustur Asíu, til framtíðarinnar, til Himalæjafjalla og til Steinaldar. Nú er komið að Bandaríkjunum eða nánar tiltekið hinni ímynduðu Hope-sýslu í Montana. Þar þurfa spilarar að berjast við byssuóða ofsatrúarmenn sem eru sannfærðir um að heimsendir sé að skella á.Far Cry 5 kemur út þann 27. mars á PC, PS4 og XOne.God of War Stríðsguðinn Kratos er fyrir löngu síðan búinn að hefna sín á guðum Olympus og virðist hann vera sestur í helgan stein. Hann býr, ásamt syni sínum, í landi Norrænu guðanna og hinna ýmsu skrímsla. Þar reynir Kratos að kenna syni sínum að lifa af og borga fyrir gamlar syndir sínar.God of War kemur út á fyrri hluta ársins fyrir PS4.Red Dead Redemption 2 Vand der Linde gengið hrellir íbúa Villt Vestursins og þeirra á meðal er Arthur Morgan. Hann er söguhetja Red Dead Redemption 2. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessum leik sem er frá Rockstar, framleiðendum Grand Theft Auto leikjanna. Leikurinn gerist í opnum heimi og mun bæði innihalda einspilun og fjölspilun. Annars hafa starfsmenn Rockstar haldið leynd yfir leiknum.Red Dead Redemption 2 kemur út á fyrri hluta ársins (vor) fyrir PS4 og XOne.Detroit: Become Human Detroit: Become Human fjallar um vélmenni sem líta út eins og menn og sinna ýmsum störfum fyrir okkur mennina á meðan við slöppum af. Þegar vélmennin fara að haga sér undarlega og hverfa virðist enginn vita hvað um er að vera. Í leiknum munu spilara leika nokkur vélmenni og munu ákvarðanir hafa áhrif á framvindu leiksins. Þau geta til dæmis dáið. Að öðru leyti er enn lítið vitað um leikinn, þrátt fyrir langt framleiðsluferli.Detroit: Become Human kemur út á fyrri hluta ársins fyrir PS4.Jurassic World Evolution Loksins fáum við aftur tækifæri til þess að byggja upp okkar eigin Júragarð á eyjunni Nublar. Fyrirtækið Frontier, sem gerði einnig Planet Coaster, leikinn vinnur nú að því að framleiða leik þar sem spilarar munu geta byggt garð sinn, þróað nýjar tegundir af risaeðlum og ýmislegt fleira. Þar á meðal munu spilarar geta byggt upp hinn flottasta Júragarð og sleppt svo nokkrum T-Rex risaeðlum lausum til að sjá hvað gerist.Jurassic World Evolution kemur út um mitt árið fyrir PC, PS4 og XOne.Vampyr Leikurinn Vampyr fjallar um herlækni í London árið 1918 sem verður að Vampíru. Spænska veikin herjar á borgina og þarf læknirinn Jonathan E. Reid að berjast gegn öðrum vampírum og mönnum í opnum heimi London. Þar að auki þurfa spilarar að velja sér fórnarlömb til að svala þorsta Reid á og veiða menn.Vampyr kemur út um mitt árið fyrir PC, PS4 og XOne.State of Decay 2 State of Decay 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald af State of Decay frá Undead Labs. Spilarar þurfa að berjast til að halda lífi eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á jörðinni. Safna þarf eftirlifendum saman og byggja upp bækistöð í opnum heimi þar dauði persóna er varanlegur og matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti. Nú hefur fjölspilun verið bætt við leikinn og munu allt að fjórir spilarar geta spilað saman.State of Decay 2 kemur út um mitt árið fyrir PC og Xone.Anthem Bioware hefur skapað fjölmarga frábæra söguheima í gegnum tíðina. Næsti leikur fyrirtækisins Anthem er fjölspilunarleikur þar sem spilarar munu tilheyra hópi sem kallast Freelancers. Þeir klæðast brynvörðum búningum sem ganga undir nafninu Javelins. Búningar þessir veita spilurum hina ýmsu hæfileika eins og til dæmis að fljúga/svífa og eru þeir notaðir til að kanna söguheiminn og berjast gegn óvinum.Anthem kemur út á seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Metro Exodus Metro serían hefur vakið mikla lukku í gegnum tíðina. Artyom og félagar búa í neðanjarðarlestakerfi Moskvu eftir að heimurinn fórst i kjarnorkueldi og nú er komið að því að fara upp á yfirborðið. Þar þarf Artyom að ferðast langa leið til austurs og skapa sér nýtt lif. Á leiðinni þurfa spilarar að berjast við stökkbreytt skrímsli og vonda menn.Metro Exodus kemur út seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Skull & Bones Hugmyndin að leiknum Skull & Bones varð til við framleiðslu Assassins Creed 4: Black Flag. Spilarar setja á sig sjóræningjahatt og sigla til Indlandshafs þar sem þeir ræna og rupla kaupmenn, herskip og jafnvel aðra sjóræningja. Miðað við það sem þegar er vitað um leikinn er að hann er að mestu fjölspilunarleikur þar sem spilarar mynda bandalög við aðra spilara og stofna sjóræningjaflota til að styrkja stöðu sína.Skull & Bones kemur út á seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Days Gone Þetta er annað árið sem að Days Gone er á þessum lista og það er ekki enn búið að ákveða útgáfudag leiksins. Um er að ræða „uppvakningaleik“ svokallaðan sem gerist tveimur árum eftir að einhverskonar veiki drap flesta íbúa jarðarinnar. Milljónir breyttust þó í einhvers konar uppvakninga sem eftirlifendur þurfa að eiga við. Spilarar fara í skó Deacon St. John sem flakkar um norðvesturhluta Bandaríkjanna á mótorhjóli sínu og lumbrar á óvinum sínum.Days Gone er ekki með útgáfudag en hann er eingöngu fyrir PS4.Spider-Man Peter Parker er mættur enn eina ferðina aftur og að þessu sinni með leik í framleiðslu Insomniac. Fyrirtækið segir þetta ekki vera sama Spider-Man og við séum vön og að þessi hafi mikla reynslu, þó hann sé bara 23 ára, af því að berjast gegn glæpum í New York. Hann er þó eitthvað orðinn þreyttur og vill eiga sér líf sem Peter Parker einnig. Leikurinn kemur kvikmyndunum ekkert við og gerist í opnum heimi þar sem spilarar munu beita hæfileikum Spider-Man.Spider-Man er ekki með útgáfudag enn og kemur hann út fyrir PS4.The Last of Us Part 2 Naughty Dog heldur sögu Joel og Ellie áfram í nýjum leik. The Last of Us Part 2 gerist fimm árum eftir fyrri leikinn og framleiðendurnir segja að leikurinn muni að miklu leyti snúast um hatur. Enn sem komið er, er ekki mikið vitað um leikinn en miðað við gæði The Last of Us er við miklu að búast.The Last of Us Part 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út fyrir PS4.Hunt: Showdown Hunt: Showdown er áhugaverður fjölspilunarleikur frá Crytek. Hann fjallar um skrímslaveiðimenn sem þurfa að etja kappi við hin ýmsu skrímsli og djöfla og drepa þau fyrir gull. Þar að auki þurfa spilarar að berjast við aðra spilara um gullið . Þegar spilarar deyja er borðið búið og því munu þeir þurfa að vanda sig til að klára verkefni sín. Það verður mikið undir.Hunt Showdown er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC, PS4 og XOne.Ghost of Tsushima Ghost of Tsushima mun setja spilara í skó samúrai stríðsmanns sem lifði árás Mongóla á eyjuna Tsushima árið 1274. Leikurinn gerist í opnum heimi og sem síðasti samúrai-inn munu spilarar þurfa að beita öllum brögðum til að berjast gegn innrás Mongóla. Leikurinn var opinberaður tiltölulega seint á árinu og lítið er vitað um hann enn. Miðað við fyrstu stikluna mun hann þó líta stórkostlega út.Ghost of Tsushima er ekki með útgáfudag en hann kemur út fyrir PS4.Cyberpunk 2077 Það eru fjögur ár frá því að CD Projekt RED, framleiðendur Withcer leikjanna, birtu stiklu fyrir leikinn Cyberpunk 2077. Síðan þá hefur lítið sem ekkert verið gefið út um leikinn. Það litla sem liggur fyrir bendir til þess að leikurinn verði risastór og að spilarar muni geta varið hundruð klukkustundum þar. Þá lítur einnig út fyrir að boðið verði upp á einhvers konar fjölspilun í leiknum.Cyberpunk 2077 er ekki með útgáfudag og kemur út fyrir PC einhvern tímann fyrir árið 2021. Stiklan hér að neðan endar á orðunum: Kemur út, þegar hann er tilbúinn. Svo er vert að benda á að mögulega munum við fá að sjá Ciri sjálfa í Cyberpunk. Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Árið sem nú er að byrja er mjög svo efnilegt þegar kemur að tölvuleikjum. Það er útlit fyrir að mikill fjöldi leikja komi út á árinu og beðið hefur verið eftir mörgum þeirra. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkra af helstu leikjunum sem munu koma út á árinu. Þar að auki eru nokkrir sem er ekki víst að komi út á árinu. Það eru án efa margir aðrir leikir sem fólk er spennt fyrir. Ef svo er mega lesendur endilega benda á þá í athugasemd.Kingdom Come DeliveranceBóhemía, Heilaga rómverska keisaraveldið á árinu 1403. Það er sögusvið Kingdom Come: Deliverance. Leikurinn fjallar um Henry, son járnsmiðs, sem missir allt í árás ribbalda. Henry þarf að finna þessa ribbalda, myrða þá og í leiðinni bjarga veldinu undan innrás Ungverjalands. Spilarar munu ráða förinni í leiknum og vilja framleiðendur KCD skapa nokkurs konar Skyrim á miðöldum.Kingdom Come: Deliverance kemur út þann 13. febrúar fyrir PC, PS4 og XOne.A Way Out A Way Out er fjölspilunarleikur þar sem tveir menn leika fangana Leo og Vincent. Saman þura þeir að brjótast út úr fangelsi, flýja og lifa af utan veggja fangelsisins. Leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir tvo spilara sem geta bæði spilað hann í sama sófanum og á netinu. Sé hann spilaður á netinu þarf bara annar spilarinn að eiga leikinn. Framleiðendur leiksins segja að svör við hinum ýmsu þrautum sem spilarar lendi í verði ekki alltaf á hreinu og því verði mikilvægt að prófa sig áfram og tala saman.A Way Out kemur út þann 23. mars á PC, PS4 og XOne.Far Cry 5 Far Cry leikjaserían hefur farið um víðan völl í gegnum tíðina. Byrjað var í Suður-Kyrrahafi, svo var farið til Afríku, næst til eyja Suðaustur Asíu, til framtíðarinnar, til Himalæjafjalla og til Steinaldar. Nú er komið að Bandaríkjunum eða nánar tiltekið hinni ímynduðu Hope-sýslu í Montana. Þar þurfa spilarar að berjast við byssuóða ofsatrúarmenn sem eru sannfærðir um að heimsendir sé að skella á.Far Cry 5 kemur út þann 27. mars á PC, PS4 og XOne.God of War Stríðsguðinn Kratos er fyrir löngu síðan búinn að hefna sín á guðum Olympus og virðist hann vera sestur í helgan stein. Hann býr, ásamt syni sínum, í landi Norrænu guðanna og hinna ýmsu skrímsla. Þar reynir Kratos að kenna syni sínum að lifa af og borga fyrir gamlar syndir sínar.God of War kemur út á fyrri hluta ársins fyrir PS4.Red Dead Redemption 2 Vand der Linde gengið hrellir íbúa Villt Vestursins og þeirra á meðal er Arthur Morgan. Hann er söguhetja Red Dead Redemption 2. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessum leik sem er frá Rockstar, framleiðendum Grand Theft Auto leikjanna. Leikurinn gerist í opnum heimi og mun bæði innihalda einspilun og fjölspilun. Annars hafa starfsmenn Rockstar haldið leynd yfir leiknum.Red Dead Redemption 2 kemur út á fyrri hluta ársins (vor) fyrir PS4 og XOne.Detroit: Become Human Detroit: Become Human fjallar um vélmenni sem líta út eins og menn og sinna ýmsum störfum fyrir okkur mennina á meðan við slöppum af. Þegar vélmennin fara að haga sér undarlega og hverfa virðist enginn vita hvað um er að vera. Í leiknum munu spilara leika nokkur vélmenni og munu ákvarðanir hafa áhrif á framvindu leiksins. Þau geta til dæmis dáið. Að öðru leyti er enn lítið vitað um leikinn, þrátt fyrir langt framleiðsluferli.Detroit: Become Human kemur út á fyrri hluta ársins fyrir PS4.Jurassic World Evolution Loksins fáum við aftur tækifæri til þess að byggja upp okkar eigin Júragarð á eyjunni Nublar. Fyrirtækið Frontier, sem gerði einnig Planet Coaster, leikinn vinnur nú að því að framleiða leik þar sem spilarar munu geta byggt garð sinn, þróað nýjar tegundir af risaeðlum og ýmislegt fleira. Þar á meðal munu spilarar geta byggt upp hinn flottasta Júragarð og sleppt svo nokkrum T-Rex risaeðlum lausum til að sjá hvað gerist.Jurassic World Evolution kemur út um mitt árið fyrir PC, PS4 og XOne.Vampyr Leikurinn Vampyr fjallar um herlækni í London árið 1918 sem verður að Vampíru. Spænska veikin herjar á borgina og þarf læknirinn Jonathan E. Reid að berjast gegn öðrum vampírum og mönnum í opnum heimi London. Þar að auki þurfa spilarar að velja sér fórnarlömb til að svala þorsta Reid á og veiða menn.Vampyr kemur út um mitt árið fyrir PC, PS4 og XOne.State of Decay 2 State of Decay 2 er, eins og nafnið gefur til kynna, framhald af State of Decay frá Undead Labs. Spilarar þurfa að berjast til að halda lífi eftir að uppvakningar hafa tekið völdin á jörðinni. Safna þarf eftirlifendum saman og byggja upp bækistöð í opnum heimi þar dauði persóna er varanlegur og matvæli og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti. Nú hefur fjölspilun verið bætt við leikinn og munu allt að fjórir spilarar geta spilað saman.State of Decay 2 kemur út um mitt árið fyrir PC og Xone.Anthem Bioware hefur skapað fjölmarga frábæra söguheima í gegnum tíðina. Næsti leikur fyrirtækisins Anthem er fjölspilunarleikur þar sem spilarar munu tilheyra hópi sem kallast Freelancers. Þeir klæðast brynvörðum búningum sem ganga undir nafninu Javelins. Búningar þessir veita spilurum hina ýmsu hæfileika eins og til dæmis að fljúga/svífa og eru þeir notaðir til að kanna söguheiminn og berjast gegn óvinum.Anthem kemur út á seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Metro Exodus Metro serían hefur vakið mikla lukku í gegnum tíðina. Artyom og félagar búa í neðanjarðarlestakerfi Moskvu eftir að heimurinn fórst i kjarnorkueldi og nú er komið að því að fara upp á yfirborðið. Þar þarf Artyom að ferðast langa leið til austurs og skapa sér nýtt lif. Á leiðinni þurfa spilarar að berjast við stökkbreytt skrímsli og vonda menn.Metro Exodus kemur út seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Skull & Bones Hugmyndin að leiknum Skull & Bones varð til við framleiðslu Assassins Creed 4: Black Flag. Spilarar setja á sig sjóræningjahatt og sigla til Indlandshafs þar sem þeir ræna og rupla kaupmenn, herskip og jafnvel aðra sjóræningja. Miðað við það sem þegar er vitað um leikinn er að hann er að mestu fjölspilunarleikur þar sem spilarar mynda bandalög við aðra spilara og stofna sjóræningjaflota til að styrkja stöðu sína.Skull & Bones kemur út á seinni hluta ársins fyrir PC, PS4 og XOne.Days Gone Þetta er annað árið sem að Days Gone er á þessum lista og það er ekki enn búið að ákveða útgáfudag leiksins. Um er að ræða „uppvakningaleik“ svokallaðan sem gerist tveimur árum eftir að einhverskonar veiki drap flesta íbúa jarðarinnar. Milljónir breyttust þó í einhvers konar uppvakninga sem eftirlifendur þurfa að eiga við. Spilarar fara í skó Deacon St. John sem flakkar um norðvesturhluta Bandaríkjanna á mótorhjóli sínu og lumbrar á óvinum sínum.Days Gone er ekki með útgáfudag en hann er eingöngu fyrir PS4.Spider-Man Peter Parker er mættur enn eina ferðina aftur og að þessu sinni með leik í framleiðslu Insomniac. Fyrirtækið segir þetta ekki vera sama Spider-Man og við séum vön og að þessi hafi mikla reynslu, þó hann sé bara 23 ára, af því að berjast gegn glæpum í New York. Hann er þó eitthvað orðinn þreyttur og vill eiga sér líf sem Peter Parker einnig. Leikurinn kemur kvikmyndunum ekkert við og gerist í opnum heimi þar sem spilarar munu beita hæfileikum Spider-Man.Spider-Man er ekki með útgáfudag enn og kemur hann út fyrir PS4.The Last of Us Part 2 Naughty Dog heldur sögu Joel og Ellie áfram í nýjum leik. The Last of Us Part 2 gerist fimm árum eftir fyrri leikinn og framleiðendurnir segja að leikurinn muni að miklu leyti snúast um hatur. Enn sem komið er, er ekki mikið vitað um leikinn en miðað við gæði The Last of Us er við miklu að búast.The Last of Us Part 2 er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út fyrir PS4.Hunt: Showdown Hunt: Showdown er áhugaverður fjölspilunarleikur frá Crytek. Hann fjallar um skrímslaveiðimenn sem þurfa að etja kappi við hin ýmsu skrímsli og djöfla og drepa þau fyrir gull. Þar að auki þurfa spilarar að berjast við aðra spilara um gullið . Þegar spilarar deyja er borðið búið og því munu þeir þurfa að vanda sig til að klára verkefni sín. Það verður mikið undir.Hunt Showdown er ekki kominn með útgáfudag en hann kemur út á PC, PS4 og XOne.Ghost of Tsushima Ghost of Tsushima mun setja spilara í skó samúrai stríðsmanns sem lifði árás Mongóla á eyjuna Tsushima árið 1274. Leikurinn gerist í opnum heimi og sem síðasti samúrai-inn munu spilarar þurfa að beita öllum brögðum til að berjast gegn innrás Mongóla. Leikurinn var opinberaður tiltölulega seint á árinu og lítið er vitað um hann enn. Miðað við fyrstu stikluna mun hann þó líta stórkostlega út.Ghost of Tsushima er ekki með útgáfudag en hann kemur út fyrir PS4.Cyberpunk 2077 Það eru fjögur ár frá því að CD Projekt RED, framleiðendur Withcer leikjanna, birtu stiklu fyrir leikinn Cyberpunk 2077. Síðan þá hefur lítið sem ekkert verið gefið út um leikinn. Það litla sem liggur fyrir bendir til þess að leikurinn verði risastór og að spilarar muni geta varið hundruð klukkustundum þar. Þá lítur einnig út fyrir að boðið verði upp á einhvers konar fjölspilun í leiknum.Cyberpunk 2077 er ekki með útgáfudag og kemur út fyrir PC einhvern tímann fyrir árið 2021. Stiklan hér að neðan endar á orðunum: Kemur út, þegar hann er tilbúinn. Svo er vert að benda á að mögulega munum við fá að sjá Ciri sjálfa í Cyberpunk.
Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira