Tilfinningar eru handan við öll landamæri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2018 10:15 "Án þess að ég fattaði það þá, var eitthvað við lesturinn á þessari bók sem byrjaði að láta mig hugsa myndrænt, hugsa í kvikmyndagerð,“ segir Ása Helga um Svaninn, verðlaunabókina hans Guðbergs. Fréttablaðið/Ernir Svanurinn verður frumsýndur annað kvöld, föstudaginn 5. janúar í Smárabíói. Hann er fyrsta mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, en áður hefur hún gert stuttmyndir sem hlotið hafa athygli. „Myndin byrjaði sem skólaverkefni þegar ég var í kvikmyndanámi í New York í Columbia-háskóla. Þá var ég í áfanga sem hét kvikmyndaaðlögun og snerist um að laga bækur að bíómyndum. Þessi bók, Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson varð fyrir valinu hjá mér, ég hafði lesið hana nokkrum árum áður og algerlega kolfallið fyrir henni. Án þess að ég fattaði það þá var eitthvað við lesturinn á þessari bók sem byrjaði að láta mig hugsa myndrænt, hugsa í kvikmyndagerð. Fljótlega varð mér líka ljóst að myndin yrði meira en skólaverkefni. Þetta var 2010 og margt hefur gerst í millitíðinni því ferlið er búið að vera langt.“ Hvernig gekk svo að selja hugmyndina, útvega fjármagn og fá aðra til liðs? „Það var erfitt í fyrstu en fljótlega fékk ég þær Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur í fyrirtækinu Vintage pictures sem framleiðendur. Það skipti sköpum. En margar hindranir hafa verið á leiðinni því þó fólk hafi haft trú á verkefninu skynjuðum við líka hræðslu við söguna. Hún er öll svo huglæg og gerist að miklu leyti inni í höfðinu á aðalpersónunni sem er níu ára stelpa, margir efuðust um að þetta gæti orðið að spennandi myndefni. Það merkilega er að núna, þegar ég sýni myndina á kvikmyndahátíðum, er þetta takmarkaða en um leið skapandi sjónarhorn stelpunnar eitt af því sem heillar fólk mest.“Svanurinn var tekinn upp norður í Svarfaðardal þar sem Ása Helga dvaldi sjálf mikið sem barn og stór hluti föðurfjölskyldu hennar býr.Höfundur sögunnar, Guðbergur Bergsson, var hann strax jákvæður? „Já, hann hefur sýnt mér mikinn stuðning og það skipti mig öllu máli. Hann las fyrstu drög að handritinu og horfði líka á brot en hefur gefið mér fullkomið listrænt frelsi í þessu ferli öllu saman. Honum – eins og mér – er annt um að kvikmyndin sé sjálfstætt verk en ekki bara myndskreyting við bókina.“ Svanurinn var tekinn upp norður í Svarfaðardal þar sem Ása Helga dvaldi sjálf mikið sem barn og stór hluti föðurfjölskyldu hennar býr. Hún kveðst hafa verið í miklu og góðu samstarfi við Svarfdælinga og Dalvíkinga við gerð myndarinnar og einmitt haldið forsýningu á henni á Dalvík núna rétt fyrir áramótin. Annars var myndin heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september, síðan hefur hún farið út um allt og heldur því áfram á þessu ári. „Það hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Ása Hlín. „Mér finnst svo gaman að manneskjur á fjarlægum menningarsvæðum skuli tengja svona mikið við þessa sögu sem gerist í sveit á Íslandi. Maður heyrir alltaf að sögur séu alþjóðlegar en ég held að kannski sé réttara að segja að tilfinningar séu handan við landamæri. Þær geta ferðast hvert sem er – við þekkjum þær öll.“Gríma Valsdóttir er aðalleikkona myndarinnar en Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með burðarhlutverk.Ása Helga segir að það verði stór stund að frumsýna myndina hér á landi en alltaf sé erfiðara að troða upp fyrir framan fjölskyldu sína en ókunnuga. Kveðst þó hlakka til, til dæmis að leyfa fólki að heyra tónlistina eftir strákana í Múm. „Svo er sveitaball í myndinni og þar spilar alvöru hljómsveit, mæðgurnar Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Eldjárn og líka Kristján Eldjárn Hjartarson og Daníel Þorsteinsson. Svo er alls konar önnur tónlist í myndinni, til dæmis tvö lög eftir hljómsveitina East of My Youth, þær Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur.“Ása Helga var nýlega útnefnd besti leikstjórinn á stórri alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Indlandi þar sem Svanurinn var til sýningar. Hvernig tilfinning var það? „Það var stórkostlegt og kom mér rosalega á óvart. Ég var því miður ekki á staðnum, heldur á kvikmyndahátíð annars staðar í heiminum, og fékk bara símtal frá Þorvaldi Davíð leikara sem hafði farið til Indlands fyrir hönd myndarinnar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gífurlega mikill heiður. Ég tók ákvarðanir varðandi leikstjórnina á þessari mynd sem voru kannski óvenjulegar og þurfti að sannfæra aðra og það er erfiðara þegar um frumraun með stórt verkefni er að ræða. En ég fylgdi mínu innsæi og þess vegna var mjög dýrmætt að fá svona viðurkenningu.“Myndin fjallar um Sól, níu ára stúlku sem send er í sveit til fjarskyldra ættingja, bæði vegna þess að hún er pínu vandræðabarn en líka til að þroskast, kynnast náttúrunni og vissum aga. Hún gerir það en flækist líka inn í líf fullorðna fólksins og verður þátttakandi í atburðarás sem hún skilur ekki alveg sjálf. „Svanurinn er að einhverju leyti mynd um það sem við lærum öll þegar við erum að vaxa úr grasi, að til þess að geta fúnkerað í samfélagi fullorðinna þurfum við setja upp grímu sem þróast og breytist með okkur sjálfum gegnum árin. Það er sársaukafullt en á köflum líka nauðsynlegt til að lifa af,“ segir Ása Helga og bætir við: „Það er kannski ekki algjör tilviljun að aðalleikona myndarinnar heitir Gríma!“ En var ekki mikil áskorun að leikstýra svo ungri manneskju? „Jú, Gríma er nánast í hverri einustu senu myndarinnar og ber hana því í raun uppi. En hún er svo hæfileikarík og með svo mikla tilfinningagreind að í sjálfu sér varð aldrei erfitt að leikstýra henni. Við höfðum líka gert eina stuttmynd saman áður sem heitir Þú og ég og gátum byggt á því trausti sem hafði skapast þar milli okkar. Þá mynd gerði ég einmitt til að leita að stúlku fyrir Svaninn, að hluta til. Ég er ekki síður þakklát foreldrum hennar því fjölskyldan þurfti jú nánast öll að vera í Svarfaðardalnum á tökutímanum til að Gríma gæti leikið í myndinni.“ Lokaspurning: Er alvöru svanur? „Fólk verður að koma í bíó til að fá svarið.“ Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mikil gleði á hátíðarsýningu í Háskólabíói Það var fjölmennt á hátíðarsýningu í Háskólabíói þegar kvikmyndin Svanurinn var sýnd. Með hlutverk í myndinni fara m.a. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Gríma Valsdóttir. Kvikmyndin er byggð á samnefndri ská samnefndri bók Guðbergs Bergssonar og Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir. 4. janúar 2018 11:30 Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. 1. desember 2017 13:27 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Svanurinn verður frumsýndur annað kvöld, föstudaginn 5. janúar í Smárabíói. Hann er fyrsta mynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd, en áður hefur hún gert stuttmyndir sem hlotið hafa athygli. „Myndin byrjaði sem skólaverkefni þegar ég var í kvikmyndanámi í New York í Columbia-háskóla. Þá var ég í áfanga sem hét kvikmyndaaðlögun og snerist um að laga bækur að bíómyndum. Þessi bók, Svanurinn, eftir Guðberg Bergsson varð fyrir valinu hjá mér, ég hafði lesið hana nokkrum árum áður og algerlega kolfallið fyrir henni. Án þess að ég fattaði það þá var eitthvað við lesturinn á þessari bók sem byrjaði að láta mig hugsa myndrænt, hugsa í kvikmyndagerð. Fljótlega varð mér líka ljóst að myndin yrði meira en skólaverkefni. Þetta var 2010 og margt hefur gerst í millitíðinni því ferlið er búið að vera langt.“ Hvernig gekk svo að selja hugmyndina, útvega fjármagn og fá aðra til liðs? „Það var erfitt í fyrstu en fljótlega fékk ég þær Hlín Jóhannesdóttur og Birgittu Björnsdóttur í fyrirtækinu Vintage pictures sem framleiðendur. Það skipti sköpum. En margar hindranir hafa verið á leiðinni því þó fólk hafi haft trú á verkefninu skynjuðum við líka hræðslu við söguna. Hún er öll svo huglæg og gerist að miklu leyti inni í höfðinu á aðalpersónunni sem er níu ára stelpa, margir efuðust um að þetta gæti orðið að spennandi myndefni. Það merkilega er að núna, þegar ég sýni myndina á kvikmyndahátíðum, er þetta takmarkaða en um leið skapandi sjónarhorn stelpunnar eitt af því sem heillar fólk mest.“Svanurinn var tekinn upp norður í Svarfaðardal þar sem Ása Helga dvaldi sjálf mikið sem barn og stór hluti föðurfjölskyldu hennar býr.Höfundur sögunnar, Guðbergur Bergsson, var hann strax jákvæður? „Já, hann hefur sýnt mér mikinn stuðning og það skipti mig öllu máli. Hann las fyrstu drög að handritinu og horfði líka á brot en hefur gefið mér fullkomið listrænt frelsi í þessu ferli öllu saman. Honum – eins og mér – er annt um að kvikmyndin sé sjálfstætt verk en ekki bara myndskreyting við bókina.“ Svanurinn var tekinn upp norður í Svarfaðardal þar sem Ása Helga dvaldi sjálf mikið sem barn og stór hluti föðurfjölskyldu hennar býr. Hún kveðst hafa verið í miklu og góðu samstarfi við Svarfdælinga og Dalvíkinga við gerð myndarinnar og einmitt haldið forsýningu á henni á Dalvík núna rétt fyrir áramótin. Annars var myndin heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september, síðan hefur hún farið út um allt og heldur því áfram á þessu ári. „Það hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Ása Hlín. „Mér finnst svo gaman að manneskjur á fjarlægum menningarsvæðum skuli tengja svona mikið við þessa sögu sem gerist í sveit á Íslandi. Maður heyrir alltaf að sögur séu alþjóðlegar en ég held að kannski sé réttara að segja að tilfinningar séu handan við landamæri. Þær geta ferðast hvert sem er – við þekkjum þær öll.“Gríma Valsdóttir er aðalleikkona myndarinnar en Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer einnig með burðarhlutverk.Ása Helga segir að það verði stór stund að frumsýna myndina hér á landi en alltaf sé erfiðara að troða upp fyrir framan fjölskyldu sína en ókunnuga. Kveðst þó hlakka til, til dæmis að leyfa fólki að heyra tónlistina eftir strákana í Múm. „Svo er sveitaball í myndinni og þar spilar alvöru hljómsveit, mæðgurnar Kristjana Arngrímsdóttir og Ösp Eldjárn og líka Kristján Eldjárn Hjartarson og Daníel Þorsteinsson. Svo er alls konar önnur tónlist í myndinni, til dæmis tvö lög eftir hljómsveitina East of My Youth, þær Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur.“Ása Helga var nýlega útnefnd besti leikstjórinn á stórri alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Indlandi þar sem Svanurinn var til sýningar. Hvernig tilfinning var það? „Það var stórkostlegt og kom mér rosalega á óvart. Ég var því miður ekki á staðnum, heldur á kvikmyndahátíð annars staðar í heiminum, og fékk bara símtal frá Þorvaldi Davíð leikara sem hafði farið til Indlands fyrir hönd myndarinnar. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gífurlega mikill heiður. Ég tók ákvarðanir varðandi leikstjórnina á þessari mynd sem voru kannski óvenjulegar og þurfti að sannfæra aðra og það er erfiðara þegar um frumraun með stórt verkefni er að ræða. En ég fylgdi mínu innsæi og þess vegna var mjög dýrmætt að fá svona viðurkenningu.“Myndin fjallar um Sól, níu ára stúlku sem send er í sveit til fjarskyldra ættingja, bæði vegna þess að hún er pínu vandræðabarn en líka til að þroskast, kynnast náttúrunni og vissum aga. Hún gerir það en flækist líka inn í líf fullorðna fólksins og verður þátttakandi í atburðarás sem hún skilur ekki alveg sjálf. „Svanurinn er að einhverju leyti mynd um það sem við lærum öll þegar við erum að vaxa úr grasi, að til þess að geta fúnkerað í samfélagi fullorðinna þurfum við setja upp grímu sem þróast og breytist með okkur sjálfum gegnum árin. Það er sársaukafullt en á köflum líka nauðsynlegt til að lifa af,“ segir Ása Helga og bætir við: „Það er kannski ekki algjör tilviljun að aðalleikona myndarinnar heitir Gríma!“ En var ekki mikil áskorun að leikstýra svo ungri manneskju? „Jú, Gríma er nánast í hverri einustu senu myndarinnar og ber hana því í raun uppi. En hún er svo hæfileikarík og með svo mikla tilfinningagreind að í sjálfu sér varð aldrei erfitt að leikstýra henni. Við höfðum líka gert eina stuttmynd saman áður sem heitir Þú og ég og gátum byggt á því trausti sem hafði skapast þar milli okkar. Þá mynd gerði ég einmitt til að leita að stúlku fyrir Svaninn, að hluta til. Ég er ekki síður þakklát foreldrum hennar því fjölskyldan þurfti jú nánast öll að vera í Svarfaðardalnum á tökutímanum til að Gríma gæti leikið í myndinni.“ Lokaspurning: Er alvöru svanur? „Fólk verður að koma í bíó til að fá svarið.“
Menning Tengdar fréttir Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30 Mikil gleði á hátíðarsýningu í Háskólabíói Það var fjölmennt á hátíðarsýningu í Háskólabíói þegar kvikmyndin Svanurinn var sýnd. Með hlutverk í myndinni fara m.a. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Gríma Valsdóttir. Kvikmyndin er byggð á samnefndri ská samnefndri bók Guðbergs Bergssonar og Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir. 4. janúar 2018 11:30 Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. 1. desember 2017 13:27 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. 22. nóvember 2017 16:30
Mikil gleði á hátíðarsýningu í Háskólabíói Það var fjölmennt á hátíðarsýningu í Háskólabíói þegar kvikmyndin Svanurinn var sýnd. Með hlutverk í myndinni fara m.a. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ingvar E. Sigurðsson og Gríma Valsdóttir. Kvikmyndin er byggð á samnefndri ská samnefndri bók Guðbergs Bergssonar og Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir. 4. janúar 2018 11:30
Svanurinn vann til verðlauna í Kaíró Kvikmyndin Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Kaíró í gær. 1. desember 2017 13:27