Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 84-87 | Keflvíkingar komu til baka og unnu í spennuleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson er mættur aftur í Domino´s deildina.
Hörður Axel Vilhjálmsson er mættur aftur í Domino´s deildina. Vísir/Eyþór
Valsmenn urðu enn á ný að sætta sig við naumt tap í Domino´s deild karla í körfubolta þegar Keflavík vann þriggja stiga sigur á Val í Valshöllinni í kvöld, 87-84. Valsmenn voru ellefu stigum yfir undir lok þriðja leikhluta en Keflvíkingar voru sterkari á endasprettinum með Hörð Axel Vilhjálmsson (23 stig, 8 stoðsendingar) í fararbroddi.

Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina fyrri hlutann. Keflvíkingar aftur á móti reynslumeiri undir lokin og kláruðu leikinn með stæl.

Af hverju vann Keflavík? Liðið var mikið mun ákveðnara í síðari hálfleiknum og skutu á köflum mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Valsmenn komust aldrei og langt í burtu og héldu Keflvíkingar þeim alltaf nægilega nálægt sér svo að þetta væri leikur. Keflavík nýtti sér einfaldlega reynslu sína gegn nýliðunum og það var bara munurinn, enda var leikurinn spennandi alveg fram til loka. Valsmenn fóru einnig gríðarlega illa að ráði sínu undir lokin og köstuðu í raun sínu tækifæri bókstaflega frá sér.

Hverjir stóðu upp úr? Hörður Axel Vilhjálmsson var flottur í endurkomu sinni til Keflavíkur og skoraði hann 23 stig og gaf 8 stoðsendingar. Gunnar Ingi Harðarson átti frábæran leik hjá Valsmönnum og skoraði hann 23 stig.

Hvað gekk illa? Ákvörðunartökur Valsmanna á köflum voru slæmar og hefðu þeir átt að gera mun betur oft á tíðum í leiknum. Menn voru til að mynda of æstir að koma boltanum fram að honum var stundum kastað upp völlinn og liðið komst í vandræði. Keflvíkingar spiluðu reyndar ekkert sérstaklega vel heldur, en þeir voru sterkari andlega undir lokin.

Valur-Keflavík 84-87 (24-20, 18-20, 22-21, 20-26)

Valur: Urald King 26/13 fráköst/4 varin skot, Gunnar Ingi Harðarson 23/4 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 13, Oddur Birnir Pétursson 8/4 fráköst, Illugi Steingrímsson 8/7 fráköst, Birgir Björn Pétursson 4/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 2, Friðrik Þjálfi Stefánsson 0, Elías Kristjánsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Bergur Ástráðsson 0. 

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 23/4 fráköst/8 stoðsendingar, Dominique Elliott 18/9 fráköst/4 varin skot, Ágúst Orrason 16, Guðmundur Jónsson 9, Daði Lár Jónsson 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Hilmar Pétursson 3, Ragnar Örn Bragason 3, Magnús Már Traustason 3, Andri Daníelsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Reggie Dupree 0. 

Hörður: Hef ekki spilað körfuboltaleik í yfir tvo mánuði
Vísir/Eyþór
„Þetta var góður og mikilvægur sigur fyrir okkur og við þurfum að ná í öll stig sem við getum fengið á næstunni,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld.

„Valsmenn létu okkur heldur betur hafa fyrir hlutunum í kvöld. Við náðum bara að stoppa þeirra sóknarleik betur í síðari hálfleiknum og það var í raun bara munurinn á liðunum. Við vorum að skora nóg allan leikinn en þegar vörnin datt í gang, þá kom þetta.“

Hörður segist ekki hafa spilað körfuboltaleik í yfir tvo mánuði og hann þurfi einhvern tíma til að slípa sinn leik.

„Það sást til dæmis á sumum skotum sem maður var að taka í kvöld,“ segir Hörður en hann var nýr leikmaður hjá Keflavík og einnig fjórði bandaríski leikmaður Keflvíkinga á tímabilinu,  Dominique Elliott.

„Við tveir eigum vonandi eftir að styrkja liðið töluvert það sem eftir er af tímabilinu. Við allavega aukum breiddina.“

Ágúst: Of margar lélegar ákvarðanir
Vísir/Eyþór
„Ég er ofboðslega svekktur að hafa ekki náð að klára þennan leik,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, eftir tapið í kvöld.

„Mér fannst við eiga miklu meira skiluð út úr þessum leik. Sóknarlega vorum við að taka of margar lélegar ákvarðanir og það fer í raun og veru bara með okkur í kvöld.“

Undir lok leiksins fengu Valsmenn fín tækifæri til að ná í sigur en þeir einfaldlega köstuðu leiknum frá sér.

„Við fengum tvö færi undir lokin og þetta hitti í bæði skiptin á Illuga Auðuns, sá sem er sennilega einn af okkar bestu mönnum til að klára. Því miður fór það ekki niður að þessu sinni. Við erum oft í jöfnum leikjum og við höfum alveg náð að klára suma af þeim, en auðvitað er einhver skýring að við erum nýliðar og það vantar kannski smá reynslu.“

Friðrik: Vorum lélegir á köflum
Vísir/Eyþór
„Sigurinn var mjög mikilvægur og Valsmenn voru að spila jafnt og þétt vel allan tímann,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn.

„Við áttum í raun bara ágæta kafla hér og þar og voru hreinlega að spila illa á köflum. Stundum vorum við bara ráðvilltir og ég átti í raun alveg von á því. Það voru tveir nýir leikmenn í liðinu í kvöld.“

Friðrik segir að Ágúst Orri og Daði Lár hafi skipt sköpum að koma Keflvíkingum inn í leikinn í byrjun síðari hálfleiks.

„Innkoma þeirra var bara það sem við þurftum á að halda. Þeir komu inn með hjarta og raddir og það skorti töluvert. Þeir komu inn með mikinn kraft,“ segir Friðrik sem var nokkuð sáttur með nýja erlenda leikmanninn eftir leikinn í kvöld.

„Þetta er stór leikmaður og góður. Hann kom bara í gær og ég á von á því að hann nýtist okkur vel... eða ég vona það að minnsta kosti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira