Körfubolti

Kyrie Irving gaf fimleikastjörnu búninginn sinn eftur sigurinn á Cavs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving.
Kyrie Irving. Vísir/Getty
Kyrie Irving mætti Cleveland Cavaliers í fyrsta sinn í NBA-deildinni nótt en þar var hann að spila á móti félaginu sem valdi hann í nýliðavalinu en skipti honum svo til Boston Celtics síðasta sumar.

Kyrie Irving og félagar í Boston Celtics unnu öruggan 102-88 sigur á Cleveland Cavaliers liðinu í leiknum en Boston liðið var komið ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 32-21.

Kyrie Irving endaði leikinn með 11 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en Boston vann þær 28 mínútur sem hann spilaði með 18 stigum.

Boston er á toppi Austurdeildarinnar en liðið hefur unnið 31 af 41 leik sínum á þessum tímabili. Cavaliers er með 25 sigra í 38 leikjum.

Eftir leikinn gaf Kyrie Irving bandarísku fimleikastjörnunni Aly Raisman keppnistreyju sína en þau unnu bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.







Aly Raisman vann eitt gull og tvö silfur á ÓL í Ríó en gullið hennar kom í liðakeppni. Hún vann einnig gull í liðakeppni á Ólympíuleikunum í London 2012.

Aly Raisman vakti líka heimsathygli í nóvember síðastliðnum þegar hún sagði frá því að hún hafi verið ein af fórnarlömbum Larry Nassar, læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. Alls hafa 130 konur, þar á meðal fjöldi fimleikakvenna úr ólympíuliði Bandaríkjanna, sakað Nassar um kynferðisofbeldi.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×