„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 11:11 Sigríður Rut Júlíusdóttir (t.v) og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (t.h.), lögmenn, ásamt skjólstæðingum sínum við aðalmeðferðina í morgun, þeim Jóhannesi Kr. Kristjánssyni (t.v.), blaðamanni, og Jóni Trausta Reynissyni (t.h.), ritstjóra Stundarinnar. vísir/ernir „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00
Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05